VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Notendaþjónusta og umsjón tækja og húsnæðis

VIRK leitar að þjónustulunduðum og metnaðarfullum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf. Um er að ræða notendaþjónustu við starfsfólk VIRK, uppsetningu og umsjón með tölvubúnaði og umsjón með húsnæði og hússtjórnarkerfum. Öryggi og þjónusta eru grunnþættir í starfinu.

Um nýtt starf er að ræða sem gefur möguleika á að þróa starfið.

Æskilegt er að umsækjandi geti byrjað sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn notendaþjónusta
Umsjón og uppsetning á tölvubúnaði og öðrum tækjum
Umsjón og eftirlit með húsnæði VIRK
Umsjón og eftirlit með hússtjórnarkerfum
Kostnaðareftirlit
Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun á sviði kerfisstjórnunar, tölvuumsjónar eða notendaþjónustu
Starfsreynsla við notendaþjónustu og tölvuumsjón
Góð tölvukunnátta og þekking á Office 365
Verkvit og góð öryggisvitund
Jákvætt viðmót, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
Gott vald á íslensku
Rík kostnaðarvitund
Fríðindi í starfi
Sveigjanlegur vinnutími, íþróttastyrkur, samgöngustyrkur, gott mötuneyti o.fl.
Auglýsing stofnuð22. september 2023
Umsóknarfrestur8. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar