
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.
VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði.
VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru Fagmennska, Virðing og Metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.

Notendaþjónusta og umsjón tækja og húsnæðis
VIRK leitar að þjónustulunduðum og metnaðarfullum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf. Um er að ræða notendaþjónustu við starfsfólk VIRK, uppsetningu og umsjón með tölvubúnaði og umsjón með húsnæði og hússtjórnarkerfum. Öryggi og þjónusta eru grunnþættir í starfinu.
Um nýtt starf er að ræða sem gefur möguleika á að þróa starfið.
Æskilegt er að umsækjandi geti byrjað sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn notendaþjónusta
Umsjón og uppsetning á tölvubúnaði og öðrum tækjum
Umsjón og eftirlit með húsnæði VIRK
Umsjón og eftirlit með hússtjórnarkerfum
Kostnaðareftirlit
Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun á sviði kerfisstjórnunar, tölvuumsjónar eða notendaþjónustu
Starfsreynsla við notendaþjónustu og tölvuumsjón
Góð tölvukunnátta og þekking á Office 365
Verkvit og góð öryggisvitund
Jákvætt viðmót, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
Gott vald á íslensku
Rík kostnaðarvitund
Fríðindi í starfi
Sveigjanlegur vinnutími, íþróttastyrkur, samgöngustyrkur, gott mötuneyti o.fl.
Auglýsing stofnuð22. september 2023
Umsóknarfrestur8. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Hæfni
MetnaðurSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Kerfisstjóri
Kvika banki hf.
Customer Success Specialist
Abler - Practice Makes
Tæknileg aðstoð og þjónusta
Intellecta
Ert þú Scrum Master?
Wise lausnir ehf.
Kerfisstjóri í öryggis- og eftirlitsþjónustu
Advania
Sérfræðingur í Kerfisstjórn
OK
Sviðsstjóri þjónustu og þróunar
Garðabær
Sérfræðingur í kerfisstjórnun
Veðurstofa Íslands
Viltu taka þátt í að móta framtíðina og koma hugbúnaðarverke
Orkuveita Reykjavíkur
Þróunarstjóri mannauðs- og launakerfa
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfis...
Starf við ræstingar og umsjón í íþróttahúsi Háskólans
Háskóli Íslands
Tæknistjóri óskast í Sundlaug Kópavogs
Kópavogsbær