Heilsuvernd
Heilsuvernd
Heilsuvernd

Nemar í læknis- og hjúkrunarfræðum - sumarstörf

Vilt þú vera með okkur í spennandi vegferð í nýju þjónustuúrræði fyrir aldraða í glæsilegri starfsstöð Heilsuverndar að Urðarhvarfi 16?

Heilsuvernd óskar eftir að ráða nema í læknis- og hjúkrunarfræðum í sumarstörf. Um fullt starf eða hlutastarf er að ræða.

Heilsuvernd er ört stækkandi fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hefur sérhæft sig í heilsu- og vinnuverndarstörfum, heilsugæsluþjónustu og heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða.

Við leitum að einstaklingum sem hafa jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi og eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt verkefni í sterku teymi fagfólks undir merkjum Heilsuverndar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn störf tengd fagsviði viðkomandi
  • Skipulag og ábyrgð á að hjúkrun sé veitt í samræmi við sett markmið og gæðastefnu Heilsuverndar
  • Eftirlit og mat á gæðum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Krafa um að viðkomandi hafi lokið að lágmarki 2. ári í hjúkrunarfræði eða 3. ári í læknisfræði frá viðurkenndri menntastofnun
  • Áhugi á öldrunarþjónustu og vinnu með öldruðum
  • Starfsreynsla í öldrunarþjónustu er æskileg
  • Frumkvæði, jákvæðni og samstarfsvilji
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð samskiptahæfni
  • Þolinmæði og sveigjanleiki
  • Umsækjandi þarf að geta talað og skrifað íslensku
Auglýsing birt19. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Urðarhvarf 16, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar