
Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.

Naustaskóli: Umsjónarkennari
Í Naustaskóla á Akureyri er laus til umsóknar 100% staða umsjónarkennara á miðstigi. Um er að ræða ótímabundna stöðu sem ráðið verður í frá 1. febrúar næstkomandi eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum kennara til að ganga til liðs við öflugt kennarateymi 4. – 5. bekkjar.
Í Naustaskóla er er lögð áhersla á jákvæðan aga, teymiskennslu, námsaðlögun og faglegt samstarf. Kennarar kenna saman á opnum svæðum og skapa saman lærdómssamfélag með sérstakri áherslu á að koma til móts við hvern og einn nemanda.
Einkunnarorð Naustaskóla eru „Námsaðlögun- Athvarf- Umhyggja – Samvinna – Táp og fjör – Allir með!“
Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.naustaskoli.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennari er hluti af kennarateymi, sinnir kennslu nemenda í samstarfi og samvinnu við kennara teymisins og aðra starfsmenn skólans og ber ábyrgð á starfi sínu gagnvart skólastjóra.
- Skipulagning og framkvæmd kennslu í samstarfi við teymisfélaga.
- Einstaklingsmiða kennslu og námsmat.
- Þátttaka í þróunarstarfi og teymisvinnu.
- Virk þátttaka í faglegu samstarfi innan skólans.
- Samskipti og samstarf við foreldra.
- Umsjón með nemendahópi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
- Framhaldsmenntun er æskileg.
- Hefur á valdi sínu fjölbreyttar kennsluaðferðir sem taka mið af mismunandi þörfum, áhuga og getu nemenda.
- Reynsla af teymiskennslu æskileg.
- Þekking og/eða vilji til að starfa eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga
- Góðir skipulagshæfileikar.
- Frumkvæði og samstarfsvilji.
- Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Að vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi.
- Áhugi á þróunarstarfi.
- Gerð er krafa um vammleysi s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt5. janúar 2026
Umsóknarfrestur18. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hólmatún 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FagmennskaFrumkvæðiHugmyndaauðgiJákvæðniKennslaMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveigjanleikiTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Krílakot: Deildarstjóri
Leikskólinn Krílakot

Umsjónarkennari á yngsta stigi– Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær

Kennari óskast á miðstig í Snælandsskóla
Snælandsskóli

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri íþrótta óskast
Leikskólinn Sjáland

Aðstoðaraðili fjölskyldu / Family assistant
Vinnvinn

Leikskólakennari óskast
Helgafellsskóli

Hlutastarf eftir hádegi
Baugur

Forfallakennari í umsjónarkennslu á miðstigi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Laus staða leikskólakennara
Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla

Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennarar - Leikskólinn Vesturkot
Hafnarfjarðarbær

Umsjónarkennari á miðstigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær