

Naustaskóli: Kennari í hönnun og smíði
Í Naustaskóla leitum við að metnaðarfullum og skapandi kennara í hönnun og smíði. Um er að ræða 60% ótímabundna stöðu sem ráðið verður í frá 1. febrúar næstkomandi eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Í Naustaskóla er vel búin smíðastofa. Faglegt og öflugt starfsumhverfi og góð vinnuaðstaða og tækifæri til starfsþróunar.
Við leitum að kennara sem hefur brennandi áhugi á smíðakennslu og handverki. Kennara sem er með lausnamiðaða hugsun og metnað til að efla smíðakennslu í skólanum.
Í Naustaskóla er lögð áhersla á jákvæðan aga, teymiskennslu, námsaðlögun og faglegt samstarf. Kennarar kenna saman á opnum svæðum og skapa saman lærdómssamfélag með sérstakri áherslu á að koma til móts við hvern og einn nemanda.
Einkunnarorð Naustaskóla eru „Námsaðlögun- Athvarf- Umhyggja – Samvinna – Táp og fjör – Allir með!“
Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.naustaskoli.is
Starfssvið:
Skipulagning og framkvæmd smíðakennslu innan skólans. Þátttaka í þverfaglegu teymisstarfi með verk– og listgreinakennurum. Umsjón með smíðastofu og búnaði. Samstarf við foreldra og fagaðila og aðra kennara og stjórnendur skólans.
Menntunarkröfur:
Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
Hæfniskröfur:
- Kennsluréttindi á grunnskólastigi
- Sérhæfing í smíðakennslu æskileg
- Reynsla af kennslu í grunnskóla æskileg
- Góð færni í upplýsingatækni
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Áhugi á þróun kennsluhátta
- Gerð er krafa um vammleysi s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Íslenska










