Símenntun á Vesturlandi
Símenntun á Vesturlandi

Náms- og starfsráðgjafi/verkefnastjóri

Símenntun á Vesturlandi auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa/verkefnastjóra í 100% starfshlutfall. Starfsemi Símenntunar felst í fjölbreyttum verkefnum er varða eflingu fólks með sí-og endurmenntun sem mætir þörfum atvinnulífs og einstaklinga. Símenntun á Vesturlandi er sjálfseignarstofnun, og rekur tvær starfsstöðvar – á Akranesi og í Borgarnesi, og er starfsstöð viðkomandi á Akranesi. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og áhugaverð verkefni sem spanna allt Vesturland. Ef þú ert drífandi og hefur áhuga á að taka þátt í uppbyggingu fullorðinsfræðslu, viljum við heyra frá þér!

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Veita náms- og starfsráðgjöf í fullorðinsfræðslu. 

  • Framkvæma raunfærnimat og veita ráðgjöf í tengslum við það. 

  • Aðstoða vinnustaði með atvinnutengda ráðgjöf og þjónustu. 

  • Taka þátt í eða hafa umsjón með innlendum og erlendum þróunarverkefnum. 

  • Sjá um kennslu tengda náms- og starfsráðgjöf. 

  • Skipulagning og verkefnastjórnun námskeiða/námsbrauta eftir þörfum. 

  • Önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við teymi Símenntunar. 

Fríðindi í starfi

Menntunar- og hæfniskröfur 

  • Lögverndað starfsleyfi náms- og starfsráðgjafa. 

  • Þekking á raunfærnimati, atvinnutengdri ráðgjöf og samstarfi við vinnustaði er æskileg. 

  • Þekking á skipulagi framhaldsfræðslu og/eða starfsemi símenntunarmiðstöðva er æskileg. 

  • Þjónustulund, jákvætt viðhorf og hæfni í mannlegum samskiptum. 

  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt faglegum metnaði. 

  • Þekking og reynsla af markaðsmálum er kostur. 

  • Góð almenn tölvukunnátta og fjölbreytt færni á sviði tæknilausna. 

  • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði. Færni í fleiri tungumálum er kostur

Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur6. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Smiðjuvellir 28, 300 Akranes
Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar