Náms- og starfsráðgjafi/verkefnastjóri
Símenntun á Vesturlandi auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa/verkefnastjóra í 100% starfshlutfall. Starfsemi Símenntunar felst í fjölbreyttum verkefnum er varða eflingu fólks með sí-og endurmenntun sem mætir þörfum atvinnulífs og einstaklinga. Símenntun á Vesturlandi er sjálfseignarstofnun, og rekur tvær starfsstöðvar – á Akranesi og í Borgarnesi, og er starfsstöð viðkomandi á Akranesi. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og áhugaverð verkefni sem spanna allt Vesturland. Ef þú ert drífandi og hefur áhuga á að taka þátt í uppbyggingu fullorðinsfræðslu, viljum við heyra frá þér!
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Veita náms- og starfsráðgjöf í fullorðinsfræðslu.
-
Framkvæma raunfærnimat og veita ráðgjöf í tengslum við það.
-
Aðstoða vinnustaði með atvinnutengda ráðgjöf og þjónustu.
-
Taka þátt í eða hafa umsjón með innlendum og erlendum þróunarverkefnum.
-
Sjá um kennslu tengda náms- og starfsráðgjöf.
-
Skipulagning og verkefnastjórnun námskeiða/námsbrauta eftir þörfum.
-
Önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við teymi Símenntunar.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Lögverndað starfsleyfi náms- og starfsráðgjafa.
-
Þekking á raunfærnimati, atvinnutengdri ráðgjöf og samstarfi við vinnustaði er æskileg.
-
Þekking á skipulagi framhaldsfræðslu og/eða starfsemi símenntunarmiðstöðva er æskileg.
-
Þjónustulund, jákvætt viðhorf og hæfni í mannlegum samskiptum.
-
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt faglegum metnaði.
-
Þekking og reynsla af markaðsmálum er kostur.
-
Góð almenn tölvukunnátta og fjölbreytt færni á sviði tæknilausna.
-
Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði. Færni í fleiri tungumálum er kostur