
Kóraskóli
Kóraskóli er nýr skóli við Vallakór í Kópavogi sem tók til starfa haustið 2023. Í skólanum eru um 280 nemendur í 8. – 10. bekk og um 30 starfsmenn. Skólinn var áður unglingastig Hörðuvallaskóla sem hefur nú verið skipt upp í tvo sjálfstæða skóla. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur skólans með spjaldtölvur. Í námi og kennslu er rík áhersla lögð á einstaklingsmiðun náms, fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, verkefnamiðað nám, samþætt þemanám, teymiskennslu og samkennslu.
Í Kóraskóla er lögð áhersla á að við berum virðingu fyrir hvert öðru sem nemendur, foreldrar og starfsfólk. Öll eiga rétt á að njóta öryggis, vera laus við stríðni, meiðingar, hrekki og einelti. Kóraskóla hefur það að markmiði að skapa nemendum og starfsfólki góðan vinnustað þar sem öll geta notið sín í góðum vinnufriði með hlýlegu andrúmslofti.

Náms- og starfsráðgjafa vantar í Kóraskóla skólaárið 2025 - 2026
Kóraskóli óskar eftir náms- og starfsráðgjafa. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs.
Kóraskóli er unglingaskóli í mótun. Í skólanum starfar kraftmikill og samhentur hópur kennara í þróunarvinnu. Við leggjum áherslu á teymiskennslu, samþættingu námsgreina í þemavinnu og verkefnamiðuð námi. Í skólanum eru rúmlega 280 nemendur í 8. -10. árgang og um 40 starfsmenn.
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðru starfsfólki skólans að ýmis konar velferðastarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.
Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipuleggur og veitir nemendum námsráðgjöf
- Skipuleggur og heldur utan um fjölbreytta fræðslu fyrir nemendur og verknám
- Heldur utan um eineltisteymi og vinnur eftir eineltisáætlun skólans
- Stendur vörð um félagslega og andlega velferð nemenda og gætir að réttarstöðu þeirra
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra og starfsmenn innan og utan skóla sem hafa með málefni nemenda að gera
- Undirbýr nemendur undir flutning milli skóla og/eða skólastiga
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í náms- og starfsráðgjöf og löggilding til að starfa sem slíkur
- Reynsla af náms- og starfsráðgjöf í grunnskóla
- Leiðtogahæfileikar, samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar
- Metnaður í starfi, sjálfstæði, frumkvæði og drifkraftur
- Mjög góð íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.
Auglýsing birt21. júlí 2025
Umsóknarfrestur4. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Vallakór 14, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Náms- og starfsráðgjafi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar