Kóraskóli
Kóraskóli
Kóraskóli

Náms- og starfsráðgjafa vantar í Kóraskóla skólaárið 2025 - 2026

Kóraskóli óskar eftir náms- og starfsráðgjafa. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs.

Kóraskóli er unglingaskóli í mótun. Í skólanum starfar kraftmikill og samhentur hópur kennara í þróunarvinnu. Við leggjum áherslu á teymiskennslu, samþættingu námsgreina í þemavinnu og verkefnamiðuð námi. Í skólanum eru rúmlega 280 nemendur í 8. -10. árgang og um 40 starfsmenn.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðru starfsfólki skólans að ýmis konar velferðastarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggur og veitir nemendum námsráðgjöf
  • Skipuleggur og heldur utan um fjölbreytta fræðslu fyrir nemendur og verknám
  • Heldur utan um eineltisteymi og vinnur eftir eineltisáætlun skólans
  • Stendur vörð um félagslega og andlega velferð nemenda og gætir að réttarstöðu þeirra
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra og starfsmenn innan og utan skóla sem hafa með málefni nemenda að gera
  • Undirbýr nemendur undir flutning milli skóla og/eða skólastiga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í náms- og starfsráðgjöf og löggilding til að starfa sem slíkur
  • Reynsla af náms- og starfsráðgjöf í grunnskóla
  • Leiðtogahæfileikar, samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar
  • Metnaður í starfi, sjálfstæði, frumkvæði og drifkraftur
  • Mjög góð íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Auglýsing birt21. júlí 2025
Umsóknarfrestur4. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vallakór 14, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Náms- og starfsráðgjafi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar