
Sunnulækjarskóli, Selfossi
Sunnulækjarskóli er við Norðurhóla 1 á Selfossi. Hann tók til starfa í ágúst 2004 með 1.- 4. bekk en er nú heildstæður skóli með bekkjardeildir frá 1.- 10. bekk. Sérdeild Suðurlands er deild innan Sunnulækjarskóla og í daglegu tali nefnd Setrið.
Sunnulækjarskóli er skóli sem lærir. Skólinn er samfélag þar sem allir vinna saman að því að læra, þroskast og taka framförum. Við viljum byggja upp sterkt lærdómssamfélag nemenda og starfsmanna og leggjum áherslu á metnaðarfullt skólastarf þar sem virðing og traust ríkir. Góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans er mjög mikilvæg.
Nemendur eru settir í öndvegi og við viljum rækta með þeim áræði, þrek og þor til að takast á við þau fjölmörgu og fjölbreyttu verkefni sem bíða þeirra á lífsleiðinni. Við viljum að nemendum og starfsfólki líði vel í skólanum og gangi glaðir til starfa.
Í Sunnulækjarskóla vinna allir í teymum. Þannig nýtum við styrkleika og margbreytileika hópsins betur og margar hendur vinna létt verk. Umsjónarkennarar innan árgangs mynda kennarateymi sem og faggreinakennarar, list- og verkgreinakennarar, íþróttakennarar og sérkennarar ásamt þroska- og iðjuþjálfum. Kennarateymin framkvæma og stjórna daglegu skólastarfi tiltekinna árganga eða námshópa. Góð teymisvinna er liður í að byggja upp sterkt lærdómssamfélag í skólanum.
Einkunnarorð skólans eru GLEÐI - VINÁTTA - FRELSI.

Náms- og starfsráðgjafi hjá Sunnulækjaskóla
Auglýst er staða Náms- og starfsráðgjafa í 100% stöðu hjá Sunnulækjarskóla á Selfossi.
Við erum að leita eftir einstaklingi sem er hugmyndaríkur, jákvæður og lausnamiðaður.
Í skólanum verða um 650 nemendur í 1. - 10. bekk. Sérstaða skólans felst í einstaklingsmiðaðri kennslu og skapandi skólastarfi. Skólinn er virkur þátttakandi í Lærdómssamfélagi Árborgar og í öflugu samstarfi við aðra grunnskóla i Árborg.
Helstu verkefni og ábyrgð
Taka þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skóla og sveitarfélags
Að vera trúnaðarmaður og talsmaður nemenda
Standa vörð um velferð allra nemenda og veita ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur
Stýra starfi eineltisteymis og halda námskeið fyrir nemendur um bætt samskipti í samvinnu við kennara
Sjá um náms- og starfsfræðslu og ráðgjöf um tilfærslu milli skólastiga í samstarfi við núverandi Náms- og starfsráðgjafa
Veita stuðning við nemendur sem glíma við námserfiðleika og agavandamál
Taka þátt í samstarfi innan og utan skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfi til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi
Þekking á skólastarfi og skólaþróun
Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
Starfstegund
Staðsetning
Norðurhólar 1, 800 Selfoss
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

50% staða eftir hádegi í Núp
Núpur
Leikskólakennari óskast á Heilsuleikskólann Holtakot
Garðabær
Laus staða í Marbakka
Marbakki
Leikskólakennari óskast til starfa
Leikskólinn Bjartahlíð
Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ævintýraborg við Eggertsgötu
Við leitum að úrvals tónlistarkennara
Reykjahlíðarskóli
Umsjónarkennari í 1. bekk
Melaskóli
Leikskólakennari
Leikskólinn Ylur
Forfallakennari - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Kennari í Kóraskóla
Kóraskóli
Leikskólakennari / leiðbeinandi Reykjavík
Leikskólinn Árborg, Reykjavík
Forfallakennari - Setbergsskóli
HafnarfjarðarbærMá bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.