Isavia ANS
Isavia ANS
Isavia ANS

Nám í flugumferðarstjórn

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir nám í flugumferðarstjórn sem fyrirhugað er að hefjist haustið 2025.   

Flugumferðarstjórar stýra flugumferð á flugvöllum á Íslandi og í íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er eitt það stærsta í heiminum. Íslenska flugleiðsöguþjónustan er stærsti starfsvettvangur flugumferðarstjóra á Íslandi.  

Hæfir umsækjendur verða boðaðir í inntökupróf. Vakin er athygli á því að reglum um inntökupróf hjá Isavia ANS hefur verið breytt. Eingöngu má sitja inntökupróf fyrir nám í flugumferðarstjórn þrisvar. Þeir sem fóru í inntökupróf 2023 og 2024 þurfa ekki að fara í gegnum allt inntökuferlið aftur. 

Nám í flugumferðarstjórn tekur að jafnaði 2 ár, nemar greiða ekki skólagjöld og fá mánaðarlegan námsstyrk þegar seinni hluti námsins (starfsþjálfun) hefst. Þó fullnægjandi árangur náist í námi er það ekki trygging fyrir starfi hjá Isavia að námi loknu. Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.  

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun   

  • Æskilegast er að umsækjendur séu milli 18 – 35 ára  

  • Góð tök á íslensku og ensku í tali og riti. Viðkomandi þarf að ná að lágmarki CEFRL stigi B2  

  • Umsækjendur þurfa að standast heilbrigðisskoðun og skimun fyrir geðvirkum efnum skv. reglugerðarkröfum um flugumferðarstjóra  

  • Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini, einkunnum úr námi ásamt ferilskrá.   

Auglýsing birt19. desember 2024
Umsóknarfrestur30. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Nauthólsvegur 66, 102 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar