
HH hús
HH Hús er byggingarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, stofnað árið 2003. Markmið fyrirtækisins er að veita framúrskarandi þjónustu, fagleg vinnubrögð og veita góða upplýsingagjöf. Frá stofnun hefur HH Hús sérhæft sig í fjölbreyttum verkefnum, bæði nýbyggingum og fjölbreyttum viðhaldsverkefnum. HH Hús er alverktaki með smiði og pípara ásamt því að vera með samninga við undirverktaka eins og t.d. múrara og rafvirkja.
Múrari með reynslu
HH hús leita að flinkum og faglegum múrara í fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Hann eða hún þarf að hafa brennandi áhuga á að skila af sér góðu verki og gera viðskiptavini okkar ánægða. Fyrirtækið okkar er í örum vexti og leggjum við áherslu á gott og ánægt starfsfólk. Um framtíðarstarf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn múrvinna s.s. flotun, steypur og flísalögn
- Fjölbreytt verkefni tengd tjónum og viðhaldi
- Ábyrgð á þeim verkefnum sem honum eru falin
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistara- eða sveinsbréf í múraraiðn
- Haldgóð reynsla af vinnu við múrverk og flísalögn
- Nákvæmni, vandvirkni og fagmennska
- Mjög góðir samskiptaeiginleikar og hæfni ti lað vinna sjálfstætt
Fríðindi í starfi
Við lofum góðum vinnustað hjá ört stækkandi fyrirtæki. Verkefnin eru flest á höfuðborgarsvæðinu.
Auglýsing birt11. september 2025
Umsóknarfrestur2. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Stórhöfði 21, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)