

Móttökustarf í skrifstofuhúsnæði Landspítala
Rekstrar- og mannauðssvið Landspítala auglýsir eftir einstaklingi í móttökustarf í skrifstofuhúsnæði Landspítala við Skaftahlíð 24. Leitað er að jákvæðum og ábyrgum einstaklingi sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum, stundvísi og heiðarleika.
Þjónustuver og móttökur heyra undir fasteigna- og umhverfisþjónustu sem tilheyra rekstrar- og mannauðssviði. Þjónustuver og móttökur er þjónustulunduð deild þar sem fjöldi starfsfólks er í kringum 25. Deildin sinnir annars vegar símsvörun og hins vegar móttökustörfum en saman vinnum við að fjölbreyttri og mikilvægri þjónustu við deildir, sjúklinga og gesti spítalans. Starfsfólk starfar eftir þjónustustefnu þar sem markmiðið er að vera til fyrirmyndar í þjónustu. Við bjóðum gefandi starf hjá traustum vinnuveitanda, góðan starfsanda, gott mötuneyti og styttri vinnuviku.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst en upphafsdagur og starfshlutfall eru samkomulagsatriði.





























































