Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Móttökuritari - Heilsugæslan Hvammi

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að koma til liðs við okkur.

Heilsugæslan Hvammi óskar eftir að ráða móttökuritara í fjölbreytt og skemmtilegt starf. Um er að ræða 70-100 % ótímabundið starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. mars nk eða eftir nánara samkomulagi.

Á Heilsugæslunni starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Stöðin er staðsett rétt við Smáralindina, með gott aðgengi og stutt í helstu stofnbrautir. Góð samvinna er á milli fagstétta og öflug skemmtinefnd að störfum.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Símsvörun, bókanir og móttaka skjólstæðinga
  • Móttaka tímapantana í afgreiðslu
  • Uppgjör í lok dags
  • Almenn upplýsingagjöf um starfsemi stöðvarinnar
  • Ýmis önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Heilbrigðisritaramenntun og/eða nám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af móttökuritarastarfi æskileg
  • Reynsla af Sögukerfi kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og jákvætt hugarfar
  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Metnaður og sjálfstæði í starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð almenn enskukunnátta æskileg
Auglýsing birt16. janúar 2025
Umsóknarfrestur27. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Grunnfærni
Staðsetning
Hagasmári 5, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar