Móttöku- og læknaritari á HL stöðinni
Staða móttöku-og læknaritara á HL stöðinni, Endurhæfingastöð hjarta-og lungnasjúklinga, er laus til umsóknar. Um er að ræða 80% starf.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Vinnutími er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl.14.30-19:00, þriðjudaga 11.00-18:00, fimmtudaga 14:00-18:00.
Almenn umsjón með bókunum og afgreiðsla skjólstæðinga.
Símsvörun og svörun fyrirspurna í tölvupósti.
Samskipti við skjólstæðinga.
Aðstoða sjúkraþjálfara, lækna og skjólstæðinga.
Tiltekt og aðstoð við að halda vinnuumhverfi snyrtilegu.
Önnur tilfallandi verkefni.
Menntun sem heilbrigðisgagnafræðingur er kostur.
Góð almenn tölvukunnátta.
Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
Stundvísi og áreiðanleiki.
Gott vald á íslensku er skilyrði.
Gott vald á ensku og/eða öðrum tungumálum er kostur.