Stjórnandi barnaverndar Mosfellsbæjar

Mosfellsbær Þverholt 2, 270 Mosfellsbær


VIÐ LEITUM AÐ METNAÐARFULLUM EINSTAKLINGI Í STARF STJÓRNANDA BARNAVERNDAR Á FJÖLSKYLDUSVIÐI MOSFELLSBÆJAR  

 Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar auglýsir stöðu stjórnanda barnaverndar lausa til umsóknar. Helstu verkefni eru stjórnunarleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi barnaverndarmála hjá Mosfellsbæ. Ábyrgð á undirbúningi mála fyrir fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar og eftirfylgni með framkvæmd þeirra. Stefnumótun og umbótarstarf í málaflokknum. Stuðla að virku samstarfi við lykil samstarfsaðila barnaverndar ásamt því að veita upplýsingar um málaflokkinn.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

·         Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði, framhaldsmenntun er skilyrði

·         Þekking og reynsla á skipulagi barnaverndarstarfs og stjórnsýslu er skilyrði

·         Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

·         Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum

·         Reynsla af stjórnun og umbótastarfi

·         Hæfni og reynsla í miðlun upplýsinga

Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst 2019. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur V. Ingólfsdóttir, unnur@mos.is framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, sími 525-6700 og Sigurbjörg Fjölnisdóttir sigurbjorgf@mos.is verkefnastjóri gæða- og þróunarmála sími 525-6700. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is eða í gegnum heimasíðu Mosfellsbæjar. Um framtíðarstöðu er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í starfið óháð kyni.

Umsóknarfrestur:

18.08.2019

Auglýsing stofnuð:

27.07.2019

Staðsetning:

Þverholt 2, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi