Starfsmenn í liðveislu

Mosfellsbær Þverholt 2, 270 Mosfellsbær


Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmönnum til að annast liðveislu fyrir fötluð börn og ungmenni

 

VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGUM LIÐVEITENDUM TIL STARFA

 

Liðveisla fellur undir málaflokk fatlaðs fólks á fjölskyldusviði. Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita þeim persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. stuðning til að stunda íþróttir, njóta menningar og annars félagsstarfs innan sem utan heimilisins, svo sem að fara á kaffihús, í bíó, gönguferðir, sund og fleira sem fellur undir áhugasvið einstaklingsins sem þjónustunnar nýtur.

 

Um er að ræða fjölbreytt hlutastarf sem getur hentað vel sem auka starf með námi eða öðru starfi. Um tímavinnusamning er að ræða. Vinnutími er eftir samkomulagi og í samráði við forráðamenn.

 

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

·          Ekki eru gerðar menntunarkröfur en umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri

·          Hlýlegt viðmót, jákvæðni og umhyggja

·          Lipurð í mannlegum samskiptum

·          Sveigjanleiki, stundvísi og áreiðanleiki

·          Að sýna ábyrgð og frumkvæði í starfi

·          Hreint sakavottorð

·          Góð íslenskukunnátta er skilyrði

 

Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2019

 

Í umsókn skal greina frá reynslu, menntun og fyrri störfum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Fransiska Bjarnadóttir (hildurf@mos.is) ráðgjafi á fjölskyldusviði s. 525-6700. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Umsóknarfrestur:

26.08.2019

Auglýsing stofnuð:

13.08.2019

Staðsetning:

Þverholt 2, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi