Aðstoðarmatráður óskast í Helgafellsskóla

Mosfellsbær Þverholt 2, 270 Mosfellsbær


Helgafellsskóli: Nýr skóli – Spennandi tækifæri

Við leitum að öflugum aðstoðarmatráði til starfa.

Viltu vera með í að móta og þróa nýjan skóla í fallegu umhverfi sem opnar í Helgafellslandi í Mosfellsbæ í janúar 2019? Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Í skólanum verður unnið út frá fjölbreyttum kennsluaðferðum og vellíðan nemenda verður í fyrirrúmi.

Við leitum að starfsmanni í mötuneyti/aðstoðarmatráði  í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.  

Fyrsta hálfa árið verður aðkeyptur matur í Helgafellskóla. Starfsmaður í mötuneyti tekur á móti matnum og afgreiðir hann til nemenda og starfsmanna. Eftir matinn sér hann um frágang og þrif á borðbúnaði, áhöldum og húsnæði í eldhúsi og matsal. Hann sinnir jafnframt öðrum þeim störfum sem starfsmanni kunna að vera falin af skólastjóra.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Áhugi á matargerð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi á starfi með börnum
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri í síma 694-7377. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

 

Umsóknarfrestur:

22.12.2018

Auglýsing stofnuð:

05.12.2018

Staðsetning:

Þverholt 2, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi