

Mötuneyti Öldutúnsskóla
Skólamatur leitar að jákvæðu og duglegu starfsfólki í mötuneyti starfsfólks í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði.
Vinnutíminn er frá kl.7:00 til 14:00 alla virka skóladaga.
Starfið felst í undirbúningi og framreiðslu á hafragraut og ávaxtáskrift fyrir nemendur og starfsfólk ásamt lokaeldun hádegismáltíða, undirbúningi og afgreiðslu máltíða fyrir starfsfólk og frágangi ásamt léttum þrifum i eldhúsi. Starfsmenn mötuneyta panta inn af pöntunarvef Skólamatar og senda inn dagsskýrslur.
Hæfniskröfur:
- Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg.
- Menntun sem nýtist í starfi kostur.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
- Jákvæðni, snyrtimennska, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð.
Umsækjendur eru beðnir að skila inn ferilskrá með upplýsingum um reynslu/menntun og fyrri störf.
Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Fyrirspurnir um starfið berist á radningar@skolamatur.is.
Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið.











