Salurinn Tónlistarhús Kópavogs
Salurinn Tónlistarhús Kópavogs
Salurinn Tónlistarhús Kópavogs

Miðasala og sviðsstjórn í Salnum

Salurinn Tónlistarhús Kópavogs auglýsir eftir ábyrgum og metnaðarfullum einstaklingum til að sinna miðasölu, sviðsstjórn og húsvörslu á viðburðum hússins. Um er að ræða spennandi kvöld- og helgarvinnu fyrir þjónustulundaðan einstakling.

Salurinn er eitt eftirsóttasta tónlistarhús landsins og hefur hlotið einróma lof fyrir einstakan hljómburð og fjölbreytta notkunarmöguleika. Salurinn hentar afar vel til fjölbreytts tónleikahalds, viðburða, ráðstefnu- og fundahalda og er kjörinn vettvangur fyrir hvers kyns móttökur, smáar sem stórar. Salurinn er búinn nýlegum tækjabúnaði og hljóðupptökuveri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með miðasölu á viðburðum
  • Aðstoða gesti og listamenn eftir þörfum
  • Sviðsstjórn og umsjón með húsi á meðan viðburði stendur
  • Ábyrgð á frágangi húsnæðis að viðburði loknum
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf er krafa
  • Reynsla af þjónustustörfum æskileg
  • Rík þjónustulund og gott viðmót
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Grunn tölvuþekking
  • Sjálfstæð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt31. október 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hamraborg 6, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar