Salurinn Tónlistarhús Kópavogs
Salurinn er tónlistarhús í hjarta Kópavogsbæjar. Salurinn er fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins og ein af menningarstofnunum Kópavogs sem finna má á Borgarholtinu ásamt Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Bókasafni Kópavogs.
Í Salnum er framleidd metnaðarfull dagskrá auk þess sem húsið er eitt vinsælasta tónlistarhús landsins til útleigu. Salurinn tekur allt að 300 gesti í sæti en frá því að Salurinn var tekinn í notkun hafa verið haldnir þar fjölmargir tónleikar, ráðstefnur, námskeið, verðlaunaafhendingar, alþjóðlegt skákmót, píanókeppnir, afmælisveislur, fermingar, brúðkaup og svo mætti áfram telja.
Meginhlutverk Salarins er að auðga tónlistarlíf í Kópavogi og efla almennan áhuga og þekkingu á tónlist. Það er meðal annars gert með fjölbreyttu tónleikahaldi sem og að eiga farsælt samstarf við þá aðila sem vinna að skyldum markmiðum og þá einkum við höfunda og flytjendur tónlistar, einstaklinga, hópa, stofnanir og fyrirtæki sem halda viðburði í Salnum.
Miðasala og sviðsstjórn í Salnum
Salurinn Tónlistarhús Kópavogs auglýsir eftir ábyrgum og metnaðarfullum einstaklingum til að sinna miðasölu, sviðsstjórn og húsvörslu á viðburðum hússins. Um er að ræða spennandi kvöld- og helgarvinnu fyrir þjónustulundaðan einstakling.
Salurinn er eitt eftirsóttasta tónlistarhús landsins og hefur hlotið einróma lof fyrir einstakan hljómburð og fjölbreytta notkunarmöguleika. Salurinn hentar afar vel til fjölbreytts tónleikahalds, viðburða, ráðstefnu- og fundahalda og er kjörinn vettvangur fyrir hvers kyns móttökur, smáar sem stórar. Salurinn er búinn nýlegum tækjabúnaði og hljóðupptökuveri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með miðasölu á viðburðum
- Aðstoða gesti og listamenn eftir þörfum
- Sviðsstjórn og umsjón með húsi á meðan viðburði stendur
- Ábyrgð á frágangi húsnæðis að viðburði loknum
- Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf er krafa
- Reynsla af þjónustustörfum æskileg
- Rík þjónustulund og gott viðmót
- Gott vald á íslensku og ensku
- Grunn tölvuþekking
- Sjálfstæð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
Auglýsing birt31. október 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hamraborg 6, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Úthringiver
Afkoma vátryggingarmiðlun ehf.
TARAMAR – SALA OG MARKAÐSSETNING Á HÚÐVÖRUM FYRIR MENN
TARAMAR ehf.
Verslunarstjóri Icewear
ICEWEAR
Verslunarstjóri Icewear ┃Miðbær
ICEWEAR
Sölufulltrúar óskast í Icewear
ICEWEAR
Helgar- og hlutastarf í verslun
BAUHAUS slhf.
Sölumaður dagvinna - framtíðarstarf
ATC
Leitum að snillingum í að bóka fundi
Örugg afritun ehf.
Ertu söludrifinn og jákvæður einstaklingur?
Tryggja
Sölumaður í verslun
Rafkaup
Hefur þú brennandi áhuga á tísku?
Curvy.is
Söluráðgjafa / Sales representative
Icelimo Luxury Travel