Micro Ryðfrí smíði
Micro leitar að starfsmanni á beygjuvél
Micro leitar að starfsmanni í plötusmíðadeild fyrirtækisins.
Starfið felst í vinnu á beygjuvél - prógrammering og beyging á ryðfríum pörtum. Unnið er á Bystronic XPert 150 beygjuvél.
Micro-ryðfrí smíði er rótgróið tæknifyrirtæki í Hafnarfirði. Smiðjan er vel tækjum búin og getur annast alla smíði úr ryðfríu stáli. Viðskiptavinir okkar eru aðallega útgerðir og fyrirtæki í matvælaiðnaði og sjávarútvegi. Við hönnum og framleiðum vinnslulínur og tækjabúnað, sjáum um uppsetningu og viðhald bæði á okkar eigin búnaði og annarra. Markmið okkar er að skila framúrskarandi lausnum og vinnubrögðum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna á XPert 150 beygjuvél
- Forritun og nestun á skurðarprógrömmum í beygjuvél
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í iðngrein í málmiðnaði er mikill kostur en ekki skilyrði.
- Reynsla af sambærilegum störfum er mikill kostur.
- Góð tölvukunnátta.
- Geta til að vinna undir álagi
Auglýsing birt6. nóvember 2024
Umsóknarfrestur29. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Einhella 9, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
BlikksmíðiSveinspróf
Starfsgreinar
Starfsmerkingar