Ertu spennt/ur fyrir úrum og skarti?

Michelsen úrsmiðir Kringlan 8-12, 103 Reykjavík


Michelsen úrsmiðir auglýsa eftir jákvæðum, sjálfstæðum og þjónustulunduðum verslunarstjóra í glæsilega verslun sína í Kringlunni, með brennandi áhuga á úrum, skartgripum og fallegri hönnun til starfa.
Æskilegt er að umsækj
andi sé eldri en 30 ára. Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði.

Verður að geta hafið störf sem fyrst.
Byrjað verður að vinna úr umsóknum strax.

Helstu verkefni:
Skipulag vakta í verslun Michelsen í Kringlu.
Sala og ráðgjöf til viðskiptavina verslunar.
Að veita framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu.
Rafhlöðu- & ólaskipti og önnur smáverk.
Innkaup frá innlendum birgjum og innsetning í birgða-/sölukerfi.
Viðhald á vefverslun.
Þrif og viðhalda snyrtilegu umhverfi.

Hæfniskröfur:
Reynsla af verslunarstöfum.
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Söluhæfileikar.
Þjónustulund.
Vera fljót/ur að læra.
Geti unnið undir álagi.
Góð tölvukunnátta.
Góð íslensku- og enskukunnátta. Fleiri mál kostur.

Um er að ræða fullt starf til framtíðar.
Vinsamlega sendið kynningarbréf með umsókn.

-------------------------

Saga okkar hjá Michelsen nær aftur til 1909 þegar fyrirtækið var stofnað á Sauðárkróki og hefur frá upphafi verið rekið af sömu fjölskyldu.
Í dag eru reknar tvær verslanir undir merkjum Michelsen, ein í miðbæ Reykjavíkur og önnur í Kringlunni ásamt úraverkstæði á Laugavegi.
Mörg af fremstu úramerkjum heims eru til sölu hjá Michelsen, s.s. Rolex, Tudor, TAG Heuer og Longines ásamt fjölmörgum öðrum vörumerkjum í bæði úrum og skarti. Í Kringlunni er áhersla á tískumerki í úrum og skarti, ásamt TAG Heuer og Georg Jensen.

Við bjóðum snyrtilega aðstöðu í verslun í Kringlunni ásamt góðum starfsanda meðal starfsmanna Michelsen. Sá aðili sem verður ráðinn sér um að skipuleggja vaktir í verslun í Kringlunni, manna vaktir þegar forföll verða og ráðningar í verslun í samráði við eigendur.

Auglýsing stofnuð:

12.02.2019

Staðsetning:

Kringlan 8-12, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Sölu- og markaðsstörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi