
Íslandsstofa
Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda og hefur það hlutverk að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með þróttmiklu starfi í þágu íslenskra útflutningsgreina.
Með faglegu kynningarstarfi og samræmdum skilaboðum vekjum við áhuga á íslenskum vörum og þjónustu á erlendri grundu og kynnum Ísland sem ákjósanlegan áfangastað erlendra ferðamanna og vænlegum kosti fyrir beina erlenda fjárfestingu.
Með fræðslu og ráðgjöf eflum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og búum þau undir sókn á erlenda markaði. Í samstarfi við miðstöðvar skapandi greina vekjum við athygli á íslenskri menningu og listum og styðjum við kynningu á þeim erlendis

Metnaðarfullur verkefnastjóri óskast
Íslandsstofa stýrir mörkun og markaðssetningu fyrir íslenskar útflutningsgreinar, erlendar fjárfestingar og ferðaþjónustu.
Íslandsstofa leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra með brennandi áhuga á markaðssetningu Íslands og íslenskra afurða og þjónustu. Starfið er innan markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu og felst einkum í að vinna að skipulagi og framkvæmd markaðsverkefna og almannatengsla.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi
Mikil skipulagshæfni
Framúrskarandi kunnátta í ensku er krafa
Reynsla af störfum við framleiðslu eða viðburðaskipulagningu er kostur
Reynsla af alþjóðlegum vettvangi og góð tungumálakunnátta er kostur
Reynsla af störfum í almannatengslum er kostur
Færni til að vinna vel í teymi og hugsa um árangur heildarinnar
Hugmyndaauðgi og metnaður til að ná árangri í starfi
Helstu verkefni og ábyrgð
Undirbúningur, skipulagning og framkvæmd markaðsviðburða og almannatengsla á vegum Íslandsstofu
Samskipti við samstarfsaðila, birgja, framleiðslufyrirtæki og fjölmiðla
Svörun fyrirspurna og bókanir
Auglýsing birt7. júní 2023
Umsóknarfrestur21. júní 2023
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)

Hugmyndastjóri/Textasmiður (creative director/copywriter)
Peel auglýsingastofa

Marketing Activation Lead (part time)
Flügger Litir

Markaðssnillingur - Birtingastjóri á stafrænum miðlum
MARS MEDIA

Upplýsingafulltrúi hjá Akraneskaupstað
Akraneskaupstaður

Söluráðgjafi Tannheilsu
Icepharma

Erindreki landsbyggðar & Verkefnastjóri viðburða
Bandalag íslenskra skáta