
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Meiraprófsbílstjóri - höfuðborgarsvæðið - hlutastarf
Við leitum að öflugum, áreiðanlegum og jákvæðum einstaklingum með meiraprófsréttindi í akstursdeildina hjá okkur. Starfssvæði er höfuðborgarsvæðið.
Um hlutastarf er að ræða, unnið laugardaga og sunnudaga.
Við erum að leita eftir aðilum sem eru með meirapróf C réttindi, eins er kostur að hafa meirapróf með vinnuvéla- og kranaréttindi.
Hlutverk meiraprófsbílstjóra er að þjónusta viðskiptavini okkar við losun á ílátum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Akstur, lestun og losun
- Samskipti og þjónusta við viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Meirapróf C
-
Vinnuvéla- og kranaréttindi er kostur
-
Jákvæðni og áreiðanleiki
-
Þjónustulund og samskiptahæfni
-
Íslensku- og/eða enskukunnátta
Auglýsing birt13. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiMeirapróf CMeirapróf CEÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Ökuleiðsögumaður (Driver-Guide)
Hótel Húsafell

Cleaning Camper Vans
Campeasy

Bílstjóri í dreifingu hjá Coca-Cola á Íslandi
Coca-Cola á Íslandi

Vörubílstjóri
Fagurverk

Bílstjóri með meirapróf CE
Colas Ísland ehf.

Framtíðartarf á lager (verkstæði) og við útkeyrslu.
NormX

Patreksfjörður - Sumarstarfsmaður á pósthúsi
Pósturinn

Borgarnes - Bílstjóri/bréfberi í sumarstarf
Pósturinn

Bílstjóri og verksnúð (aka. „multitasker“) óskast!
Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf

Sumarstarf- áfylling sjálfssala
Ölgerðin

Hópferðabílstjóri /Bus driver
Hugheimur

Sölufulltrúi
OMAX