

Matreiðslumaður - Sumarafleysing
Hrafnista Laugarási óskar eftir að ráða matreiðslumenn í framleiðslueldhúsið. Starfshlutfall og vaktir samkomulagsatriði.
Í eldhúsum Hrafnistuheimilanna er matreiddur fjölbreyttur heimilsmatur. Flest allt sérfæði sem þörf er á er eldað á Hrafnistu og leitast er við að maturinn henti sem flestum.
Eldhúsið í Laugarási þjónar Hrafnistuheimilunum 6 á höfuðborgarsvæðinu. Eldhúsið er eitt stærsta framleiðslueldhús landsins eftir viðamiklar endurbætur og stækkun upprunalega eldhússins á Hrafnistu í Laugarásnum í nóvember árið 2019. Upprunalega eldhúsið í Laugarásnum tók til starfa við vígslu heimilisins á Sjómannadaginn árið 1957. Með stækkun eldhússins fóru framleiðsluafköst úr 850 í 1.800 skammta á sólarhring fyrir Hrafnistuheimilin. Auk stækkunar og skipulagsbreytinga á nýtingu rýmisins voru nær öll tæki til starfseminnar endurnýjuð eins og nauðsynlegt var vegna aukinna framleiðsluafkasta.
- Matargerð
- Umsjón með pöntunum
- Stuðla að góðum samskiptum og góðum starfsanda
- Sveinspróf í matreiðslu
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð og geta til þess að starfa í teymi
- Faglegur metnaður
- Við bjóðum upp á jákvæðan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur með strætó




















