

Matreiðslumaður / Matráður
Við leitum eftir einstakling til að bætast við öflugt teymi veitingasviðs IKEA. Hjá IKEA starfar fjölbreyttur hópur fólks sem vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“. Á veitingasviði IKEA er lögð áhersla á samheldni, jákvætt andrúmsloft og framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina.
Starfið felur í sér ábyrgð á rekstri starfsmannamötuneytis IKEA þar sem áhersla er lögð á fjölbreyttan mat. Undir starfið fellur matseðlagerð, eldun og framleiðslu á mat, þátttaka í framleiðslu fyrir veitingasvið auk frágangs og þrifa á vinnusvæði. Á veitingasviði starfar samheldinn hópur sem vinnur vel saman svo að ýmis tilfallandi verkefni geta fallið til á vinnutíma.
Hæfniskröfur:
- Þekking á matvælaöryggi og almennt góðum starfsháttum við framleiðslu matvæla
- Reynsla af framleiðslu mats fyrir mötuneyti
- Sjálfstæði og drifkraftur
- Frumkvæði og jákvæðni
Vinnutími er alla jafna frá kl. 8-16 alla virka daga.
Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðssvið IKEA, mannaudssvid@IKEA.is
- Afsláttur af IKEA vörum
- Aðgengi að sumarbústað til einkanota
- Frí heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
- Ýmsir styrkir - m.a. heilsueflingarstyrkur, samgöngustyrkur og námsstyrkur
- Niðurgreiddur heilsusamlegur matur og fríir ávextir
- Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni og framþróun











