Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum 15 vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur í rannsóknaskyni, á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.
Matreiðsla á Þeistareykjum
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi til að matreiða bragðgóðan og hollan mat í mötuneytinu á Þeistareykjum. Á Mývatnssvæði eru nú þegar starfandi tveir matráðar sem leggja metnað í að reiða fram hollan og fjölbreyttan mat úr gæðahráefnum, enda skiptir heilsa og vellíðan starfsfólks okkur hjá Landsvirkjun miklu máli. Nýr starfskraftur verður hluti af því öfluga teymi, en með vinnuaðstöðu á Þeistareykjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- undirbúningur og framreiðsla máltíða starfsfólks og verktaka
- aðstoð við innkaup og birgðahald í samstarfi við aðra matráða á Mývatnssvæði
- aðstoð við matseðlagerð
- ræstingar í mötuneyti
- önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- menntun eða reynsla á sviði matreiðslu
- góð þekking og áhugi á hollu og næringarríku fæði ásamt nýjungum í matargerð
- lipurð í mannlegum samskiptum
- sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- snyrtimennska og frumkvæði
- gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur17. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Þeistareykjavirkjun , 641 Húsavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiReyklausSkipulagStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Tímabundið starf í desember
Embla Medical | Össur
Matráður við Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð
Afgreiðsla/Grill
Holtanesti
Gerðaskóli - mötuneyti
Skólamatur
Leikskólinn Stjörnubrekka - mötuneyti
Skólamatur
Dagdvölin Árblik óskar eftir aðstoðarmatráð
Árblik
Gerðu hádegismatinn að upplifun - Hlutastarf í mötuneyti
Í-Mat
Vefjumeistari - Kitchen Staff
Vefjan Veitingar ehf.
Barþjónn - hlutastarf
Center Hotels
Aðstoðarmaður í eldhús
Melabúðin
Sushi Kokkur !
UMAMI
New colleague for Lava café in Vík mid December
KEIF ehf.