Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð

Matráður við Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð

Vilt þú stuðla að betra lífi fólks?

Laust er til umsóknar starf matráðs við Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum.
Um er að ræða 100% starf frá og með 1. janúar 2025

Í starfinu fellst m.a. að útbúa máltíðir fyrir heimilisfólk Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar, þar sem matmálstímar skipta miklu máli og eru með betri stundum dagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með eldhúsi og starfsfólki þess
  • Þátttaka í heimilislífi Barmahlíðar þar sem lögð er áhersla á vellíðan heimilisfólks
  • Útbúa morgunmat, millimál, hádegisverð og léttan kvöldverð þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni og hollustu.
  • Verkstjórnun annars starfsfólks mötuneytis og umsjón með skipulagi starfs.
  • Skipulag og umsjón með þrifum á matsal og í mötuneyti.
  • Innkaup á matvöru, áhöldum og tækjum í mötuneyti
  • Skipulag á matseðlum, allt að mánuð fram í tímann.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Haldbær reynsla á sviði matargerðar.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Góð skipulagshæfni
  • Metnaður og áhugi á matargerð
  • Góð íslenskukunnátta æskileg.
  • Menntun í matargerð er kostur
  • Reynsla af starfi á hjúkrunarheimili er kostur
  • Jákvæðni, drifkraftur og sjálfstæði í störfum
Fríðindi í starfi

Starfsfólk sem flytur til Reykhólahrepps í fast starf hjá sveitarfélaginu fær flutningsstyrk.

Auglýsing birt3. desember 2024
Umsóknarfrestur20. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Barmahlíð , 380 Reykhólahreppur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar