Stekkjaskóli
Stekkjaskóli
Stekkjaskóli

Matráður óskast

Stekkjaskóli óskar eftir að ráða matráð í 50-80% starfshlutfall frá og með 1. mars eða eftir nánara samkomulagi. Leitað er að metnaðarfullum, barngóðum og jákvæðum einstaklingi sem er staðgengill matreiðslumanns.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2023.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Hilmar Björgvinsson, skólastjóri, [email protected], sími 480-1600 og Sævar Birnir Steinarsson, matreiðslumaður, sími 480-1600. Sjá einnig heimasíðu skólans www.stekkjaskoli.is.

Umsóknum fylgi rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Allar umsóknir eru gildar í sex mánuði.

Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun, reynsla og/eða þekking af starfi í mötuneyti æskileg
Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
Þekking á næringarfræði
Góð færni í mannlegum samskiptum
Helstu verkefni og ábyrgð
Að undirbúa, matreiða, baka, framreiða og ganga frá og þrífa að loknu starfi
Tekur á móti hráefnum, meðhöndlar það til geymslu, vinnur það fyrir matreiðslu og matreiðir eftir þörfum á viðeigandi hátt
Sér um að skera niður ávexti fyrir nemendur, kaffiveitingar fyrir starfsmenn og frágang
Leysir matreiðslumann af sé þess óskað af yfirmanni
Sinnir þeim verkefnum er varðar eldhús sem yfirmaður felur
Auglýsing birt3. febrúar 2023
Umsóknarfrestur15. febrúar 2023
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Heiðarstekkur 10, Selfossi
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.EldhússtörfPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar