Stekkjaskóli
Stekkjaskóli
Stekkjaskóli

Matráður

Stekkjaskóli óskar eftir matráð í 100% starfshlutfall frá og með 1. ágúst 2024.
Matráður starfar í nýju og fullkomnu framleiðslueldhúsi skólans. Hann undirbýr og matreiðir máltíðir samkvæmt fyrirmælum yfirmanns í framleiðslueldhúsi. Starfar samkvæmt lögum og reglugerð sem við eiga og samkvæmt stefnu Sveitarfélagsins Árborgar. Matráður er staðgengill yfirmanns í framleiðslueldhúsi.
Leitað er að metnaðarfullum, barngóðum og jákvæðum einstaklingi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að undirbúa, matreiða, baka og framreiða mat samkvæmt fyrirmælum yfirmanns.
  • Tekur á móti hráefnum, meðhöndlar það til geymslu, vinnur það fyrir matreiðslu og matreiðir eftir þörfum á viðeigandi hátt.
  • Að undirbúa mat til flutnings í móttökueldhús.
  • Stuðla að minni matarsóun.
  • Þrífa og ganga frá að loknu starfi.
  • Sinnir þeim verkefnum er varðar eldhús sem yfirmaður felur.
  • Er staðgengill yfirmanns í framleiðslueldhúsi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði matreiðslu kostur
  • Reynsla af starfi í mötuneyti eða skólaeldhúsa æskileg
  • Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Færni í mannlegum samskiptum
Auglýsing stofnuð26. mars 2024
Umsóknarfrestur8. apríl 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Heiðarstekkur 10
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar