
Samkaup
Samkaup er framsækið verslunarfyrirtæki sem er leiðandi í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu. Samkaup hf reka yfir 60 verslanir víðsvegar um landið og er eitt af stærstu verslunarfyrirtækjum á Íslandi. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.
Samkaup leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður, með öfluga framlínu þar sem gildi fyrirtækisins, Kaupmennska, Áræðni, Sveigjanleiki og Samvinna eru leiðarljós í öllu starfi.
Samkaup er rekstrarfélag á neytendavörumarkaði með virkt hlutverk í samfélaginu. Hlutverk Samkaupa er að tryggja neytendum vörugæði, góða þjónustu og fjölbreytt vöruval á eins hagstæðu verði og völ er á og með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Samkaup skal vera þekkt fyrir að fara alla leið í þágu vörugæða og þjónustu ásamt því að vera í fararbroddi í nýsköpun sem skapar tækifæri fyrir viðskiptavini, samfélag og starfsfólk.

Markaðsstjóri Kjörbúða og Krambúða
Hefur þú ástríðu fyrir markaðsmálum og er grænn uppáhalds liturinn þinn? Þá átt þú mögulega samleið með okkur í markaðsmálum Samkaupa, sem markaðsstjóri Kjörbúða og Krambúða. Við leitum að liðsauka sem mun sinna fjölbreyttum verkefnum.
Starfið hentar vel þeim sem eru komnir stutt á sínum starfsferli og vilja efla færni sína á sviði markaðsmála.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Framkvæmd markaðsáætlunar í samvinnu við yfirmann
-
Auglýsingar og kynningarstarfsemi vörumerkja
-
Þátttaka í innri og ytri markaðsaðgerðum
-
Hugmyndavinna, textavinna og efnisgerð fyrir heimasíðu og samfélagsmiðla
-
Umsjón með herferðum og viðburðum
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Reynsla af markaðsstarfi kostur
-
Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
-
Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
-
Mjög góð skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð
-
Sköpunargleði, metnaður og frumkvæði
Fríðindi í starfi
-
Heilsustyrkur til starfsmanna í boði
-
Afsláttarkjör í verslunum Samkaupa
-
Velferðarþjónusta Samkaupa
Auglýsing stofnuð9. nóvember 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Krossmói 4, 260 Reykjanesbær
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Markaðs- og samfélagsmiðlastjóri 50-100% starf
M fitness
Starfsmaður við sölu og ráðgjöf á Akureyri
Öryggismiðstöðin
Sölufulltrúi – Honda aflvélar, Bosch verkfæri ofl.
BYKO Leiga og fagverslun
Sölufulltrúi í fagverslun
BYKO Leiga og fagverslun
Stafræn markaðssetning
BSV ehf.
Hlutastarf - Apótekarinn Keflavík
Apótekarinn
Sölumaður vara- og aukahlutaverslun
ÍSBAND verkstæði og varahlutir
Söluráðgjafi
Íspan Glerborg ehf.
Þjónusta í apóteki - Mjódd
Apótekarinn
Þjónusta í apóteki - Hamraborg
Apótekarinn
Markaðs- og kynningarstjóri Barnaheilla
Barnaheill - Save the Children á Íslandi
Við leitum að öflugum söluráðgjafa
Arion banki