Nói Síríus
Nói Síríus
Nói Síríus

Markaðsstjóri innflutnings hjá Nóa Síríus

Vilt þú starfa með stórum alþjóðlegum vörumerkjum og hafa bein áhrif á vöxt þeirra á íslenskum markaði?

Nói Síríus leitar að drífandi og gagnadrifnum markaðsstjóra innflutnings til að styrkja markaðsteymi sitt. Í þessu hlutverki munt þú leiða stefnumótun og framkvæmd markaðsaðgerða fyrir þekkt alþjóðleg vörumerki á borð við Pringles, Kellogg’s, Bubs, Smash! og Götebörgs.

Sem markaðsstjóri færð þú tækifæri til að taka þátt í að byggja upp vörumerki sem skapa gleði og bragðupplifanir fyrir neytendur, á sama tíma og þú þróar þína eigin faglegu færni í öflugu og metnaðarfullu teymi.

Ef þú hefur ástríðu fyrir markaðssetningu og reynslu af að þróa og framkvæma markaðsáætlanir, þá viljum við heyra frá þér!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og framkvæmd markaðsáætlana
  • Greining markaðs- og neytendagagna til að styðja stefnu og ákvarðanir
  • Náin samvinna við söluteymi til að tryggja samræmi í markaðsstefnu
  • Virk samskipti við innlenda og alþjóðlega samstarfsaðila
  • Umsjón með vörumerkjum og trygging á samræmi í markaðsefnum
  • Greining á vaxtarmöguleikum og nýjum vörumerkjum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfið og að lágmarki 3-5 ára markaðsstörfum
  • Árangursrík reynsla af stefnumótun og stjórnun markaðsmála
  • Framúrskarandi hæfni í gagnagreiningu
  • Skapandi hugsun, frumkvæði og jákvætt viðhorf gagnvart nýjum vörumerkjum og verkefnum
  • Sterk leiðtogahæfni og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
  • Reynsla af stjórnun alþjóðlegra vörumerkja er kostur
  • Reynsla í FMCG (neytendavörum) eða tengdri atvinnugrein er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og samskiptahæfni
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur morgun- og hádegismatur
  • Íþróttastyrkur
  • Heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins
  • Virkt starfsmannafélag
  • Golfklúbbur
  • Píluklúbbur
  • Afsláttur af vörum fyrirtækisins
Auglýsing birt1. október 2025
Umsóknarfrestur13. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Hestháls 2-4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar