Advania
Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað. Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.
Advania

Markaðsstjóri Advania

Við leitum að öflugum markaðsstjóra til að leiða gagnadrifið, skapandi og samheldið markaðsteymi hjá einu þekktasta vörumerki landsins.

Markaðsstjóri vinnur þvert á fyrirtækið í samstarfi með stjórnendum, sérfræðingum og vörustjórum sem fara fyrir fjölbreyttri lausnaflóru Advania. Stóra verkefnið er að stuðla að frekari vexti og um leið að skapa virði fyrir viðskiptavini með snjallri notkun tækninnar. Lausnirnar eru ólíkar, viðskiptavinirnir fjölbreyttir og vörumerkin mörg, sem gerir markaðsstarfið í senn krefjandi og skemmtilegt.

Markaðsteymi Advania hefur þekkingu og getu til að styðja með fjölbreyttum hætti við markaðsstarf og aðra starfsemi Advania. Hvort sem um er að ræða fjölþættar auglýsingaherferðir, eða beinskeytta markaðsaðgerð með gögn að vopni.

Markaðsmál hjá Advania eru vægast sagt allskonar. Allt frá því að vinna strategíuna fyrir vörumerkið Advania yfir í að veita djúpa ráðgjöf um „go to market“ aðferðarfræði fyrir einstakar vöru. Markaðsteymið aðstoðar bæði við að setja upp litlar fókuseraðar kynningar/útsendingar og keyra stærstu tækni ráðstefnu Íslands ár hvert.

Sem markaðsstjóri myndir þú bera ábyrgð á:

  • Ásýnd og ímynd vörumerkisins Advania
  • Hugmyndavinnu og leiðsögn varðandi markaðssetningu fjölbreyttra vara og þjónustu
  • Samvinnu og samskiptum við systurfélög Advania á Norðurlöndunum og í Bretlandi
  • Stuðningi, ráðgjöf og verkefnastýringu fyrir ráðstefnur, markaðsherferðir, viðburði og margt fleira
  • Áætlunargerð og greiningum, sem eru lykilatriði því gott markaðsstarf byrjar á góðum gögnum
  • Innri og ytri markaðsaðgerðum í víðum skilningi

Hver ert þú?

Drífandi, hugmyndaríkur leiðtogi sem hefur ástríðu fyrir markaðsmálum og getu til að standa í stafni fyrir metnaðarfullt og klárt teymi.

Meðal þeirra eiginleika sem þú býrð yfir eru einstakir hæfileikar til að mynda tengsl við ólíka einstaklinga. Verkefnin okkar ganga betur ef jákvæðni, útsjónarsemi og síðast en ekki síst frumkvæði og geta til að taka af skarið eru leiðarljósin. Að lokum er ekki verra ef þú hefur einhverja reynslu og/eða menntunsem nýtist í starfinu.

Þú þarft klárlega ekki að kunna allt, en ef þú býrð yfir eiginleikum til að leiða markaðsteymi Advania þá viljum við endilega heyra frá þér.

Um markaðsteymi Advania

Í markaðsteyminu býr fjölbreytt reynsla, ólíkir styrkleikar og hæfileikar til að klára málin alla leið. Við rekum fjölnota stúdíó, byggjum markaðsherferðir, veitum ráðgjöf, sjáum um eigin grafík svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst samanstendur teymið af góðum manneskjum sem leggja mikinn metnað í skila hverju verki 100%.

Auglýsing stofnuð18. september 2023
Umsóknarfrestur21. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almannatengsl (PR)PathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MarkaðsrannsóknirPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Vörumerkjastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.