
Stoð
Stoð er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði, stofnað 1982. Markmið Stoðar er að bæta lífsgæði með því að bjóða upp á heildarlausnir fyrir einstaklinga með fötlun, áverka og sjúkdóma og þá sem vilja fyrirbyggja heilsufarsvandamál. Auk þess að þjónusta og veita lausnir fyrir heilbrigðisstofnanir. Innan Stoðar starfar samhentur hópur fagfólks á heilbrigðissviði sem vinnur í sameiningu að því að finna bestu lausnirnar fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.
Markaðsstjóri
Ertu með reynslu af markaðsmálum og brennur fyrir því að nýta stafræna miðla og gervigreind til að segja sögur sem skipta máli?
Stoð er leiðandi fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu sem leggur áherslu á lausnir fyrir betra líf. Við leitum að markaðsstjóra sem vill taka þátt í þessu verkefni – með skýra sýn, frumkvæði og ástríðu fyrir fólki og samfélagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móta og leiða markaðsstarf Stoðar með áherslu á stafræna miðlun
- Stýra samfélagsmiðlum, auglýsingum í samstarfi við lykilaðila
- Þróa og viðhalda vefsíðu Stoðar
- Deila áhrifaríkum sögum og efni sem sýna hvernig Stoð getur breytt lífi fólks
- Taka þátt í gerð fræðslu- og kynningarefnis
- Setja markmið og mæla árangur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hefur reynslu af markaðsmálum og hugsar stafrænt
- Kann að breyta hugmyndum í aðgerðir og sér tækifæri í nýrri tækni
- Nákvæmni, skipulagshæfni og frumkvæði í vinnubrögðum
- Hefur grunnfærni í hönnun og getur sett upp efni á aðlaðandi hátt
- Hefur vilja til að nýta gervigreind og tæknilausnir í daglegu starfi
- Hefur hæfileika til að skrifa áhugavert efni sem fólk tengir við
- Hefur áhuga á samfélagsmálum og vilt vinna starf sem skiptir máli
Fríðindi í starfi
- Hollur og góður hádegisverður
- Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt24. október 2025
Umsóknarfrestur3. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Dragháls 14-16 14R, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
DrifkrafturFacebookFacebook Business ManagerFrumkvæðiGoogle AdsGoogle AnalyticsInstagramMannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (2)

