Markaðsstjóri
Ertu í stuði fyrir nýtt starf?
Við hjá Orkusölunni leitum að markaðsstjóra sem hefur skýra sýn og þorir að brjóta upp hefðirnar. Við erum fyrirtæki þar sem gleði, gróska og áreiðanleiki eru þau gildi sem við lifum eftir. Orkusalan framleiðir og selur rafmagn með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og leggur gríðarlega áherslu á sterka markaðsnálgun.
Sem markaðsstjóri færðu frábært tækifæri til að leiða okkur inn í næsta kafla – hvort sem það er að þróa nýjar markaðsherferðir, fínpússa vefsíðuna okkar eða koma vörumerkinu á nýjar hæðir. Markaðsstjóri heldur utan um markaðsteymið okkar. Við erum ekki bara að leita að stjórnanda, heldur að skapandi einstaklingi sem hefur augun opin fyrir tækifærum til að koma fólki á óvart og ná til viðskiptavina á nýjan hátt.
Ef þú hefur ástríðu fyrir markaðssetningu og trúir á kraftinn sem leynist í skýrri stefnu, þá er þetta rétti staðurinn fyrir þig!
- Ábyrgð á daglegum rekstri, áætlanagerð, stefnumótun, þróun og eftirfylgni markaðsmála.
- Uppbygging ímyndar, auglýsingamál, almannatengsl og upplifun.
- Ábyrgð á vef, birtingarstefna og áætlun.
- Þátttaka í þróun vöruúrvals og stöðugum umbótum.
- Uppbygging öflugrar liðsheildar, stuðningur og hvatning starfsmanna til góðra verka.
- Árangursmælingar og greining tækifæra.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Að minnsta kosti 3-5 ára reynsla í sambærilegu starfi, í leiðandi hlutverki.
- Þekking á stafrænum markaðstólum.
- Brennandi áhugi og skýr sýn á nýjar leiðir að markaðssetningu.
- Reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun.
- Skapandi hugsun og hæfni til að innleiða nýjar lausnir.
- Hæfni til að hvetja teymi og skapa jákvæða vinnumenningu.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og framúrskarandi skipulagshæfni.