
BL ehf.
BL er eitt stærsta og elsta bílaþjónustufyrirtæki landsins og nær saga okkar allt aftur til ársins 1954.
Á þeim tíma hafa bílar og bílaframleiðsla breyst gríðarlega og sjaldan hefur þróunin verið jafn spennandi og einmitt núna þegar nýir möguleikar eru að opnast til að koma okkur hratt og örugglega milli staða í sem mestri sátt við umhverfið og náttúruna.
Á fimm starfsstöðvum rekum við umboð fyrir fólks- og atvinnubíla frá 12 framleiðendum og starfrækjum vottuð þjónustu-, málningar- og réttingaverkstæði sem eru ein þau fullkomnustu á landinu. Við leggjum áherslu á góða starfsaðstöðu og starfsanda og hjá okkur er öflugt starfsmannafélag. BL er með jafnlaunavottun og við erum fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Hvort sem þú leitar að tímabundnu starfi eða hyggur á fagmenntun til framtíðar þá færðu frábært tækifæri hjá BL til að kynnast nýjustu tækni og öðlast reynslu í einhverri mikilvægustu og fjölbreyttustu atvinnugrein samtímans í návígi við marga af fullkomnustu og glæsilegustu bílum heims.

Markaðsfulltrúi
Við óskum eftir markaðsfulltrúa til að sinna fjölbreyttum verkefnum innan markaðsdeildar BL undir stjórn markaðsstjóra og í samstarfi við aðrar deildir fyrirtækisins. Við leitum að jákvæðri og drífandi manneskju með faglega hæfileika og færni í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í mótun og framkvæmd markaðsherferða
- Þátttaka í gerð markaðsefnis
- Umsjón og eftirfylgni með birtinga- og markaðsáætlunum
- Skýrslugerð
- Umsjón með efni á vefsíðum, samfélagsmiðlum og öðrum boðleiðum upplýsingamiðlunar
- Skipulagning viðburða
- Önnur tilfallandi verkefni innan markaðsdeildar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði viðskipta- og markaðsmála
- Amk. 3ja ára starfsreynsla á sviði markaðsmála
- Frumkvæði og fagmennska
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Skipulögð og öguð vinnubrögð
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Gott vald á íslensku og ensku, í ræðu og riti
- Þekking á Google Analytics og Ads
- Þekking á markaðssetningu á samfélagsmiðlum
Fríðindi í starfi
- Íþróttastyrkur
- Mötuneyti með heitum mat
- Afsláttarkjör af bílum, aukahlutum, varahlutum ofl.
- Afsláttur hjá systurfélögum BL;
- Hleðslu og hleðslustöðvum Ísorku
- Leiga á bílum hjá Hertz
Auglýsing birt15. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FacebookFljót/ur að læraFrumkvæðiGoogleHugmyndaauðgiInstagramJákvæðniMicrosoft ExcelSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSkýrslur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Marketing Manager
Key to Iceland

Óskum eftir að ráða þjónustufulltrúa vefverslunar NTC
NTC ehf

Kontor auglýsingastofa leitar að viðskiptastjóra
Kontor Auglýsingastofa ehf

Hjúkrunarfræðingur 40-50%
Útlitslækning

VERKEFNASTJÓRI Í MARKAÐSTEYMI
Markaðsstofa Suðurlands

Lífland óskar eftir að ráða markaðsfulltrúa í 100% starf
Lífland ehf.

Viðskiptastjóri - Söluráðgjöf á Einstaklingssviði
Íslandsbanki

Sölu- og markaðsstjóri
Menni

Hjúkrunarfræðingur 40-50%
Útlitslækning

Content Writer / Textasmiður
Travelshift

Brand Director
CCP Games

Hress markaðs snillingur!
Matarkompani