Dyrabær
Dyrabær
Dýrabær rekur sex verslanir, í Smáralind, Kringlu, Spöng, Keflavík og Akranesi auk vefverslunar. Við elskum dýr og allir sem vinna hjá okkur eiga dýr. Dýrabær selur vörur sem eru unnar úr náttúrulegum hráefnum án aukaefna, svo sem rotvarnar- og litarefna. Við leggjum mikla áherslu á selja vörur sem viðhalda heilbrigði og vellíðan dýranna og höfum valið þær vörur af mikilli kostgæfni.
Dyrabær

Markaðsfræðingur m/áhuga á dýravörum

Við hjá Dýrabæ leitum að metnaðarfullum markaðsfræðingi í framtíðarstarf.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Gerð og eftirfylgni markaðsáætlana í samvinnu við framkvæmdastjóra
 • Útbúa markaðsefni í Canva og með grafískum hönnuði
 • Keyra og fylgja eftir markaðsherferðum
 • Dreifa efni á helstu samfélagsmiðlum
 • Umsjón og viðhald á upplýsingum á vefsíðu
 • Umsjón með merkingum í verslunum
 • Uppsetning, ritun og útsending markaðspósta
 • Önnur verkefni í samráði við yfirmann

Menntunar og hæfniskröfur

 • Mikill áhugi á gæludýravörum og reynsla af gæludýrahaldi
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sambærilegum verkefnum
 • Góð tölvufærni
 • Gott auga fyrir auglýsingahönnun og reynsla af Canva skilyrði
 • Reynsla af Klaviyo er kostur
 • Reynsla af dreifingu kostaðs og ókostaðs efnis á Facebook og Instagram er kostur
 • Mikil samskiptahæfni og þjónustulund
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði talað og ritað mál
 • Textasmíði
 • Nákvæm, skipulögð og öguð vinnubrögð
 • Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni.

Um er að ræða fullt- eða hlutastarf, eftir samkomulagi.

Athugið að Dýrabær er reyklaus vinnustaður.

Auglýsing stofnuð21. september 2022
Umsóknarfrestur5. október 2022
Starfstegund
Staðsetning
Hagasmári 1, 201 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.FacebookPathCreated with Sketch.InstagramPathCreated with Sketch.TextagerðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.