Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Stofnunin hefur aðsetur á þremur stöðum, Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki

Mannvirkjahönnuður

Spennandi starf í boði hjá HMS

HMS leitar að metnaðarfullum mannvirkjahönnuði sem þrífst vel í umhverfi árangurs, framþróunar, góðra samskipta og skilvirkrar þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Styðja við hönnuði m.a. með virku samstarfi við þá og þátttöku í þróun leiðbeininga og fræðsluefnis, í þeim tilgangi að stuðla að betri innleiðingu byggingarregluverks.
Taka virkan þátt í faglegri þróun á viðmóti mannvirkjaskrár fyrir móttöku stafrænna hönnungargagna við umsókn byggingarleyfa, í samstarfi við hönnuði og aðra tengda hagaðila.
Þátttaka í endurskoðun á byggingarreglugerð. Greining á tæknilegum áskorunum og lausnum fyrir hönnuði vegna breytinganna.
Þátttaka í virku samstarfi og samtali um mannvirkjahönnun m.a. við hönnuði, menntastofnanir, fagfélög og aðra hagaðila.
Mögulega starfa sem byggingarfulltrúi vegna framkvæmda við mannvirki sem reist eru á hafi utan sveitarfélagamarka og á varnar og öryggissvæðum, sbr. 3. mgr. 9. gr. mvl.
Önnur störf sem eru falin sérfræðingi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði mannvirkjahönnunar, s.s. byggingafræði, tæknifræði, verkfræði eða arkitektúr.
Reynsla af mannvirkjahönnun.
Góð þekking á umhverfi stafrænnar mannvirkjagerðar.
Brennandi áhugi og hæfni í að miðla þekkingu varðandi mannvirkjahönnun.
Lipurð í samskiptum og samstarfi.
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
Framsýni, sköpunargleði og þrautseigja.
Gott vald á íslensku og ensku.
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
Umsóknarfrestur9. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.ByggingafræðingurPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.