Rauði krossinn á Íslandi
Rauði krossinn á Íslandi
Rauði krossinn á Íslandi er hluti af stærstu mannúðar- og hjálparsamtökum heims. Allt starf Rauða krossins miðar að því að bregðast við og aðstoða þar sem neyðin er mest. Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans veita aðstoð og dreifa hjálpargögnum í hverju landi fyrir sig. Þannig tryggir Rauðakrosshreyfingin að hjálpin komist beint til skila til þeirra hópa sem mest þurfa á aðstoð að halda. Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru 190 en einungis eitt Rauða kross félag má starfa í hverju landi. Saman mynda Alþjóðaráð Rauða krossins, Alþjóðasambandið og landsfélögin, alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Rauði krossinn á Íslandi

Mannvinir - sölustarf við götukynningar

Rauði krossinn á Íslandi leitar að hörkuduglegum, samviskusömum og drífandi einstaklingum til að sinna fjáröflun og kynningarstarfi fyrir samtökin í sumar.

Vinnutími er eftir samkomulagi. Athugið að um verktakavinnu er að ræða og greiðslur taka mið af upphæð styrkja sem viðkomandi aflar sem götukynnir.

Eingöngu 18 ára og eldri koma til greina.

Helstu verkefni og ábyrgð
Götukynningar á starfsemi Rauða krossins
Bjóða einstaklingum að gerast styrktaraðilar
Menntunar- og hæfniskröfur
Mjög góð samskiptahæfni og jákvæðni
Samviskusemi og áreiðanleiki
Reynsla af sölumennsku er kostur
Áhugi og þekking á verkefnum Rauða krossins er kostur
Auglýsing stofnuð28. apríl 2022
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.