Domino's Pizza
Það ræður úrslitum fyrir alla starfsemi fyrirtækisins að hafa ánægt, duglegt og vel þjálfað starfsfólk. Forsvarsmenn fyrirtækisins leggja mikla áherslu á að huga að starfsmannastefnu fyrirtækisins og leggja því áherslu á aðlaðandi starfsumhverfi og að skapa starfsmönnum aðstöðu til að eflast og þroskast í starfi. Starfsmannastefnan byggist á þremur þáttum sem eru hverjum manni mikilvægir og stuðla að auknum þroska og uppbyggingu einstaklingsins.
Mannauðsstjóri – tímabundið starf í 1 ár
Domino’s óskar eftir að ráða öflugan mannauðsstjóra í fullt starf til að leiða einstakan hóp starfsfólks hjá einu stærsta veitingafyrirtæki landsins. Hjá fyrirtækinu starfa um 550 manns á 25 starfsstöðvum. Um er að ræða afleysingu í 1 ár vegna fæðingarorlofs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón og stjórnun mannauðsmála
- Ráðningar, móttaka nýliða og nýliðaþjálfun í samstarfi við stjórnendur
- Ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks um mannauðsmál
- Stefnumótun, ábyrgð á þróun og eftirfylgni mannauðsstefnu
- Umsjón með starfsánægjukönnunum og eftirfylgni
- Skipulagning viðburða
- Yfirumsjón með fræðslumálum
- Ábyrgð á jafnlaunastaðli
- Önnur tengd verkefni
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (t.d. mannauðsstjórnun eða vinnusálfræði)
- Haldbær reynsla af mannauðsmálum (a.m.k. 3 ára starfsreynsla)
- Framúrskarandi samskiptafærni og jákvætt viðhorf
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Frumkvæði og fagleg vinnubrögð
- Drifkraftur og metnaður til að ná árangri
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan febrúar.
Nánari upplýsingar veita Bylgja Björk Pálsdóttir, mannauðsstjóri, bylgja@dominos.is og Magnús Hafliðason forstjóri, magnus@dominos.is
Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember 2024.
Auglýsing birt6. nóvember 2024
Umsóknarfrestur24. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Lóuhólar 2-6, 111 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (2)