Sky Lagoon
Sky Lagoon
Sky Lagoon

Mannauðsstjóri Sky Lagoon

Ef þú hefur ástríðu fyrir framúrskarandi gestaupplifun, ert frábær/t í mannlegum samskiptum og með metnað til að ná árangri þá erum við að leita að þér.

Sky Lagoon auglýsir eftir kraftmiklum einstaklingi í stöðu yfirmanns mannauðs- og menningar (People & Culture). Einstaklingi sem nýtur þess að efla teymið sitt og sjá það blómstra. Hlutverkið krefst leiðtogahæfileika og lögð er rík áhersla á jákvæð samskipti og samvinnu.

Mannauðstjóri er hluti af öflugu stjórnendateymi Sky Lagoon og heyrir beint undir framkvæmdastjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á þróun og framkvæmd mannauðsstefnu

  • Umsjón með starfsþróunar- og fræðslumálum

  • Efla og viðhalda góðri vinnustaðamenningu

  • Skipulagning og utanumhald ráðningarferla

  • Umsjón með launasetningu og launavinnslu

  • Árangursmælingar
  • Þátttaka í áætlunargerð og rekstri sem snýr að mannauðsmálum / Mat á mannaflaþörf

  • Eftirfylgni með jafnlaunastefnu og umsjón með úttektum

  • Önnur tengd verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi

  • Þekking og marktæk reynsla á sviði mannauðsmála
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli

  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum, jákvætt viðmót og sveigjanleiki

  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri

Sky Lagoon býður upp á vinnuumhverfi sem einkennist af virðingu og vinsemd þar sem fagleg vinnubrögð eru í hávegum höfð. Um fullt starf er að ræða og er umsóknafrestur til og með 8. nóvember.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. janúar.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Auglýsing birt25. október 2024
Umsóknarfrestur8. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vesturvör 44, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.H-LaunPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.RáðningarPathCreated with Sketch.Starfsmannahald
Starfsgreinar
Starfsmerkingar