Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Mannauðssérfræðingur

Hjá Vegagerðinni vinna um 350 starfsmenn með ólíkan bakgrunn og reynslu. Vegagerðin er stærsta framkvæmdastofnun landsins og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem tengjast viðhaldi og rekstri samgöngukerfisins. Hlutverk mannauðsdeildar er að stuðla að öruggu og eftirsóknarverðu starfsumhverfi og efla mannauðinn.

Við í mannauðsdeild störfum sem teymi og veitum starfsfólki og stjórnendum ráðgjöf og leiðbeiningar um réttindi og skyldur og styðjum við góðar starfsaðferðir í mannauðsmálum. Við erum hugmyndarík, umbótasinnuð, lausnamiðuð og starfsemi mannauðsdeildar miðast við að uppfylla gildi Vegagerðarinnar: framsýni, öryggi, fagmennska, þjónusta.

Við leitum að nýjum sérfræðingi sem styður við markmið okkar um fjölbreytileika, hefur áhuga á að þróast og eflast í starfi og taka þátt í öllum verkefnum sem spretta upp hjá mannauðsdeild.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð við launavinnslu og tímaskráningar
  • Aðstoð við ráðningar og nýliðamóttöku
  • Aðstoð við fræðslumál
  • Ráðgjöf og leiðbeiningar til stjórnenda og starfsfólks
  • Tölfræði og skýrslugerð sem tengist mannauðsmálum og miðlun til stjórnenda
  • Þátttaka í umbótaverkefnum og mótun verklags í mannauðsmálum
  • Stuðla að því að lögum, reglum og kjarasamningum sé fylgt í hvívetna í mannauðsmálum 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Brennandi áhugi á mannauðsmálum
  • Reynsla sem nýtist í starfi er kostur
  • Færni til að greina gögn og miðla þeim
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
  • Mjög góð excel- og tölvufærni
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur7. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar