Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær

Mannauðsráðgjafi hjá Mosfellsbæ

Mosfellsbær óskar eftir að ráða hugmyndaríkan mannauðsráðgjafa sem hefur metnað fyrir því að sinna fjölbreyttum mannauðsmálum og sýna frumkvæði að framþróun og nýsköpun í málaflokknum. Um fullt starf er að ræða með krefjandi verkefnum þar sem reynir á lausnamiðaða hugsun, sjálfstæði og skipulag.

Mannauðsráðgjafi er hluti af teymi mannauðs- og starfsumhverfissviðs og sinnir ráðgjöf, fræðslu og stuðningi við stjórnendur s.s. tengt ráðningum, nýliðafræðslu, túlkun kjarasamninga, viðveru og eftirfylgni með verkferlum mannauðsmála þvert á starfsemi sveitarfélagsins.

Hjá Mosfellsbæ leggjum við mikla áherslu á að sækja fram, innleiða nýjungar og umbætur, einfalda ferla og gera þjónustu til stjórnenda og starfsmanna skilvirkari og betri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðningur, ráðgjöf og fræðsla til stjórnenda varðandi mannauðstengd mál og framkvæmd þeirra. 

  • Túlkun, ráðgjöf og framkvæmd kjarasamninga og launasetning. 

  • Eftirfylgni með framkvæmd mannauðsmála og tillögugerð um úrbætur þar sem við á. 

  • Hefur frumkvæði að framþróun og nýsköpun í mannauðsmálum. 

  • Eftirfylgni með niðurstöðum vinnustaðagreininga og umsjón með verkefnum sem snúa að starfsanda og heilbrigðri vinnustaðamenningu. 

  • Stuðningur við stjórnendur í breytingastjórnun. 

  • Verkefnastjórnun og þátttaka í starfshópum á sviði mannauðsmála. 

  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun (B.A./B.S) sem nýtist í starfi. 

  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, meistarapróf á sviði mannauðsstjórnunar mikill kostur. 

  • Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu. 

  • Góð reynsla af mannauðsmálum, ráðgjöf til stjórnenda og túlkun kjarasamninga. 

  • Reynsla af viðverukerfinu Vinnstund og mannauðskerfinu H3 er kostur. 

  • Hugmyndaauðgi og reynsla af innleiðingu nýrra lausna á sviði mannauðsmála. 

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. 

  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar. 

  • Góð íslensku- og enskukunnátta. 

Auglýsing birt17. janúar 2026
Umsóknarfrestur29. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Starfsmannahald
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar