
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Mannauðsráðgjafi á velferðarsviði
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum mannauðsráðgjafa til starfa á einni af fjórum miðstöðum sviðsins.
Mannauðsráðgjafi er hluti af mannauðsteymi sviðsins sem samanstendur af níu sérfræðingum í mannauðmálum auk mannauðsstjóra. Teymið sinnir ráðgjöf og stuðningi við stjórnendur og starfsmenn sviðsins. Leitað er að jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum mannauðsmála.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ráðgjöf og stuðningur til stjórnenda í mannauðsmálum, s.s vegna einstaklings- og samskiptamála, ráðninga eða vinnuréttar
Ráðningar og móttaka nýrra stjórnenda
Ráðgjöf, kynningar og eftirfylgni vegna niðurstaða vinnustaðakannana á starfsstöðum í samvinnu við stjórnendur
Vinna að stöðugum úrbótum á starfsumhverfi starfsstaða
Þátttaka í þróun mannauðsmála á sviðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála æskileg
Þekking og reynsla af mannauðsmálum
Þekking eða reynsla innan opinberrar stjórnsýslu er kostur
Framúrskarandi samskiptafærni
Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og nýsamþykkta velferðarstefnu er lögð áhersla á að starfsstaðir velferðarsviðs endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Við hvetjum því fólk af öllum kynjum, fatlað fólk og fólk með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn til að sækja um starfið.
Fríðindi í starfi
Menningarkort
Styttri vinnuvika
Frítt í sund í öllum sundlaugum Reykjavíkur
Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing stofnuð24. mars 2023
Umsóknarfrestur10. apríl 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMetnaðurRáðningarSjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (10)

Spennandi starf við stoðþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 16. júní Hlutastarf (+1)

Stuðningsfulltrúi - Búsetukjarni Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 15. júní Fullt starf (+2)

Stjórnandi alþjóðateymis velferðarsviðs
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 4. júní Fullt starf

Skemmtilegt sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 13. júní Fullt starf (+2)

Stuðningsfulltrúi í Skipholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 13. júní Fullt starf

Starfsfólk til starfa við heimastuðning
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 14. júní Fullt starf

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 9. júní Fullt starf

Spennandi starf stuðningsráðgjafa í búsetuþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 11. júní Fullt starf

Heimahjúkrun-Öflugur teymisstjóri
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 5. júní Fullt starf

Stuðningsfulltrúi óskast - Sambýlið Stigahlíð 71
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 6. júní Fullt starf
Sambærileg störf (7)

Rekstrarstjóri Dalsins
Dalur HI Hostel Reykjavík 13. júní Fullt starf

Sviðsstjóri mannauðs og starfsumhverfis
Mosfellsbær Mosfellsbær 16. júní Fullt starf

Mannauðsráðgjafi
Isavia Reykjanesbær (+1) 11. júní Fullt starf

Framkvæmdastjóri
Stoð 4. júní Fullt starf

Mannauðsfulltrúi til Ístaks
Ístak hf Mosfellsbær 4. júní Fullt starf

Sérfræðingur í mannauðsmálum
Fastus 10. júní Fullt starf

Sérfræðingur í mannauðsmálum
Öryggismiðstöðin Kópavogur Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.