Iceland Hotel Collection by Berjaya
Iceland Hotel Collection by Berjaya
Iceland Hotel Collection by Berjaya

Mannauðsfulltrúi

Við leitum að metnaðarfullum og þjónustulunduðum mannauðsfulltrúa til starfa í metnaðarfullt mannauðsteymi Iceland Hotel Collection by Berjaya. Starfið felst m.a. í aðstoð og stuðningi við starfsmenn og stjórnendur, úrvinnslu gagna, og skráningum ásamt ýmsum mannauðsstengdum verkefnum. Tímabundin ráðning til 31. desember 2025 með möguleika á framlengingu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta við starfsfólk og stjórnendur vegna mannauðs- og kjaramála
  • Skráningar í mannauðs- og tímaskráningakerfi
  • Yfirferð skýrslna og skráninga í tímastjórnunarkerfi
  • Frágangur og yfirferð vegna launavinnslu
  • Skjalavinnsla, s.s. ráðningarsamningar, eyðublöð, vottorð o.fl.
  • Aðkoma að og úrvinnsla vegna ráðninga
  • Önnur tilfallandi mannauðstengd verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Hæfileiki til að greina og vinna með töluleg gögn og setja fram með nákvæmni
  • Reynsla af sambærilegu starfi mikill kostur
  • Þekking á H3 og MTP kostur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Frumkvæði, góðir skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni og vilji til að taka að sér fjölbreytt verkefni
  • Mjög góð tölvu-, íslensku og enskukunnátta
Fríðindi í starfi

Afsláttar- og fæðishlunnindi

Auglýsing birt7. október 2024
Umsóknarfrestur15. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Mýrargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar