

Málstjóri farsældar
Austurmiðstöð leitar að öflugum málstjóra farsældar í deild barna og fjölskyldna á miðstöðinni.
Laus er til umsóknar staða málstjóra farsældar í deild barna og fjölskyldna á Austurmiðstöð.
Leitað er eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með einlægan áhuga á þjónustu við börn og fjölskyldur og löngun til að taka þátt í samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Málstjóri farsældar heldur utan um þjónustu vegna barna sem hafa þörf fyrir samþætta annars og þriðja stigs þjónustu. Um er að ræða fastráðningu í fullu starfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Austurmiðstöð er framsækinn vinnustaður sem býður upp á spennandi tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu í hverfi borgarinnar og þverfaglegu samstarfi í hverfi og milli hverfa. Í boði er vinna með metnaðarfullum hópi annarra fagmanna, sálfræðinga, félagsráðgjafa, kennsluráðgjafa, sérkennsluráðgjafa, talmeinafræðinga o.fl., að málefnum barna, skóla og fjölskyldna sem og þátttaka í sameiginlegu verkefni velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs, Betri borg fyrir börn. Markmið verkefnisins er að efla þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra og þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs.
- Samþætting þjónustu ólíkra stofnana í þágu farsældar barna.
- Ráðgjöf og upplýsingagjöf um þjónustu í þágu farsældar barns.
- Greining á þjónustuþörfum barna og fjölskyldna þeirra.
- Ábyrgð á málstjórn í stuðningsteymum barna.
- Gerð og eftirfylgd stuðningsáætlana og mat á árangri.
- Samstarf og samvinna við lykilstofnanir og hagsmunasamtök í málefnum barna.
- Háskólamenntun á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda.
- Framhaldsmenntun æskileg.
- Víðtæk reynsla af þjónustu við börn og fjölskyldur.
- Þekking á lagaumhverfi og stjórnsýslu sveitarfélaga og ríkis er æskileg.
- Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðað viðhorf.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að sýna forystu.
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópskum tungumálaramma.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög, sem og reglur Reykjavíkurborgar.
- 36 stunda vinnuvika
- Heilsustyrkur
- Sundkort
- Menningarkort
- Samgöngustyrkur

















