Ístak hf
Ístak hf
Ístak hf

Mælingamaður

Við leitum að tæknilega færum og reynslumiklum mælingamanni til að styðja við fjölbreytta flóru framkvæmda hjá Ístaki – svo sem brúargerð, byggingar, orkumannvirki og vegagerð – á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Um er að ræða fjölbreytta stöðu sem sameinar mælingar, magntöku, gagnavinnslu og skýrslugerð. Starfið hentar einstaklega vel fyrir einstakling með góða reynslu af mælingum á vinnusvæðum, góða tölvufærni og hæfni til að tileinka sér nýjar tæknilausnir á hagnýtan hátt.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mælingar með GPS, Alstöð
  • Framkvæma mælingar með drónum og LiDAR og vinna gögn í landslagslíkön og punktaský.
  • Búa til og halda utan um þrívíð líkön fyrir Trimble og Leica stýringarkerfi vinnuvéla.
  • Tryggja að niðurstöður mælinga samræmist hönnun og framvindu framkvæmda.
  • Framkvæma nákvæmar magntölumælingar og útmörk fyrir framvinduskráningu og reikninga.
  • Útbúa magntöluskýrslur til innri nota og til samþykkis viðskiptavina.
  • Skrá og fylgjast með frávikum, breytingum á magni yfir líftíma verkefnisins.
  • Vinna náið með verkefnastjórum á verkum til að tryggja fjárhagslegt aðhald og gagnsæi í magntölum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða í landmælingum, byggingarverkfræði, eða skyldum greinum.
  • Að lágmarki 5 ára reynsla af mannvirkjagerð og jarðvinnuverkefnum.
  • Reynsla af notkun Trimble og Leica kerfa og módelgerð fyrir vélstýringu.
  • Færni í ljósmyndamælingum (photogrammetry) og vinnslu LiDAR gagna frá drónum.
  • Kunnátta á íslenskum byggingaraðferðum og skipulagi á vinnusvæðum.
  • Sterk greiningar- og skipulagshæfni, færni í skjölun og góð samskiptafærni.
  • Reynsla af BIM/VDC og 4D/5D módelgerð.
  • Mikil samskiptafærni og geta til að vinna með skjöl bæði á íslensku og ensku.
  • Framsækin og lausnamiðuð hugsun, með getu til að vinna sjálfstætt á fjölbreyttum stöðum og aðstæðum um allt land.
Auglýsing birt23. apríl 2025
Umsóknarfrestur11. maí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar