Atmos Cloud
Atmos Cloud
Atmos Cloud

M365 og Azure Geimfarar

Við leitum að geimförum með ástríðu fyrir skýjalausnum, geimförum með þekkingu og brennandi áhuga á öryggi og skilvrikni innan Microsoft 365 en ekki síður Azure

Sem Atmos geimfari ert þú hluti af teymi sem vinnur að áhugaverðum og krefjandi verkefnum í íslensku, útlensku og geimlensku umhverfi sem snúa að skýjalausnum.

Atmos Cloud bíður uppá sveiganleika bæði á vinnutíma og vinnuaðstöðu.

Fríðindi í starfi
 • Einstaklings og hópa hvatakerfi
 • Sveigjanlegur vinnutími
 • Sveiganleiki á vinnuaðstaðu
 • Frábær vinnuaðstaða og skemmtilegt starfsfólk
 • Kaffi, létt snarl og niðurgreiddur hádegismatur
Menntunar og hæfniskröfur
 • Microsoft 365
 • Microsoft Azure
 • Flutningur á tækniinnviðum í Microsoft skýin
 • Daglegur rekstur upplýsingakerfa í Microsoft 365 og Azure
 • Eftirlit með kerfum viðskiptavina og viðbrögð við rekstraratvikum
 • Hafa tæknilega sýn, frumkvæði og leiðtogahæfileika
 • Reynsla af Microsoft öryggismálum er kostur
 • Reynsla af sjálfvirknivæðingu er kostur (t.d. Terraform, Power Platform eða annað)
 • Frábær samskiptafærni og brennandi áhugi fyrir krefjandi verkefnum
 • Jákvæðni
 • Önnur menntun og/eða reynsla sem nýtist útí geimnum

Frá stofnun Atmos Cloud, snemma árið 2020, hefur fyrirtækið markað sér stöðu hjá Microsoft. Í dag er fyrirtækið talið eitt helsta spútnik fyrirtæki landsins sem bíður uppá þjónustu við skýjalausnir ásamt því að skipuleggja og leiða skýjavegferðir fyrirtækja á alþjóðavettvangi.

Atmos Cloud er ört vaxandi fyrirtæki sem tileinkar sér menningu stöðugrar umbóta og lærdóms. Traust og áreiðanleiki er aðalsmerki okkar og við tryggjum vönduð vinnubrögð á settum tíma. Góð þjónustulund og léttleiki í samskiptum okkar skapar velkomið umhverfi þar sem öllum líður vel. Allir hafa rödd og skoðanir allra virtar. Við þjónustum alla og elskum alla, við erum geimfarar ekki geimverur.

Við elskum skýjalausnir, til tunglsins og til baka. Við viljum einfalda rekstur fyrirtækja, auka skilvirkni, öryggi og kostnaðarvitund.

Sótt er um starfið á Alfreð. Umsóknarfrestur er til og með 8. mars. (Ráðið verður við fyrsta tækifæri og mögulega fyrir lok umsóknartíma.)

Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Viðar Þorláksson, framkvæmdarstjóri Atmos Cloud. (vidar@atmos.is)

Auglýsing stofnuð26. janúar 2024
Umsóknarfrestur8. mars 2024
Starfstegund
Staðsetning
Dugguvogur 2, 104 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Sjálfvirknivæðing
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar