

Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir lyfjatæknum til starfa
Lyfjatæknar, komið og vinnið hjá okkur í lyfjaþjónustu Landspítala. Við erum framsækin og öflug þjónustudeild innan Landspítala í örum vexti. Við bjóðum upp á fjölbreytt verkefni fyrir ábyrgt og kraftmikið starfsfólk sem vill vinna á lifandi og skemmtilegum vinnustað. Við leitum að einstaklingum sem vilja vinna í teymi, eru sveigjanlegir, framsæknir og tilbúnir að takast á við ólík verkefni.
Lyfjaþjónusta er stöðugt að þróa starfsemi sína til að bæta lyfjaöryggi og lyfjaumsýslu á Landspítala. Mikil framþróun er í störfum lyfjatækna á Landspítala og starfa nú rúmlega 30 lyfjatæknar í fjölbreyttum verkefnum á Landspítala í sjúkrahúsapóteki lyfjaþjónustu og uppi á deildum spítalans.
Starfið felst í að þjónusta sjúklinga á öllum deildum spítalans með öflun, blöndun, skömmtun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf. Lyfjatæknar sinna eftirliti með lyfjaherbergjum og tryggja að umsýsla og geymsla lyfja sé samkvæmt reglugerðum. Lyfjatæknar taka virkan þátt í framþróun þeirra starfa sem þeir sinna á Landspítala og mun starfsmaður taka þátt í því.
Óskað er eftir 100% starfshlutfalli en hægt er að skoða aðra valkosti. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.





























































