

Lyfjafræðinemar - Sumarstörf í sölu og þjónustu.
Lyf og heilsa óskar eftir Lyfjafræðinemum til starfa, bæði í sumarstarf og einnig í hlutastarf með skóla. Um er að ræða fjölbreytt og líflegt starf í apótekum Lyf og heilsu og apótekarans.
Helstu verkefni?
- Afgreiðsla lausasölulyfja
- Afgreiðsla á bætiefnum og vítamínum
- Aðstoð við lyfjaafgreiðslu, skráningu og samsksipti við viðskiptavini
Hæfniskröfur:
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Ábyrgð, nákvæmni og fagmennska
- Áhugi á að starfa í apóteki við heilbrigðisþjónustu
- Góð íslenskukunnátta
Hvað býður Apótekarinn?
- Frábær samvinna innan keðju apóteka
- Samkeppnishæf laun
- Góð kjör fyrir starfsmenn á vörum Apótekarans og Lyf og heilsu
- Öflugt starfsmannafélag
Nánari upplýsingar um starfið veita Fríður S. Þormar, mannauðs- og gæðastjóri [email protected] og Sigrún Erlendsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum [email protected]
Um Lyf og heilsu:
Lyf og heilsa reka í dag 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsu, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig 4 lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum.
Félagið leggur áherslu á heilsu og heilbrigði og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna, veita persónulega, örugga og faglega þjónustu með breiðu úrvali lyfja, heilsutengdra vara og snyrtivara. Stefnt er að því að styðja við þessar áherslur og markmið, enda eru lyfjaverslanir lykil innviðir í hverju samfélagi.Félagið er á spennandi tímamótum með nýju eignarhaldi og munu leyfishafar taka virkan þátt í mótun félagsins til framtíðar.
Íslenska










