Lyfja
Lyfja er eitt elsta einkarekna apótek landsins en fyrirtækið hóf starfsemi sína með opnun Lyfju Lágmúla 1996. Í dag rekur Lyfja rúmlega 40 apótek og útibú um allt land.
Hjá Lyfju starfa í kringum 350 starfsmenn sem eiga það sameiginlegt að vera umhugað um þína vellíðan. Við erum með ólíkan bakrunn og menntun s.s. lyfjafræðingar, lyfjatæknar, förðunarfræðingar, snyrtifræðingar, hjúkrunarfræðingar og viðskiptafræðingar. Meðalaldur starfsfólk er 40 ár og meðalstarfsaldur er rúm 5 ár.
Fagmennska skiptir okkur öllu máli og því er öflugt fræðslustarf fyrir starfsmenn til að auka þekkingu og færni. Það skiptir okkur máli að starfsmenn Lyfju fái að þróast og vaxa hjá okkur.
Haustið 2015 fékk Lyfja jafnlaunavottun VR og í febrúar 2018 fékk Lyfja síðan jafnlaunavottun Velfarnaðarráðuneytisins og var á meðal 20 fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að öðlast þá vottun.
Lyfja Smáratorgi - Sala og þjónusta
Brennur þú fyrir góðri þjónustu, heilsu og vellíðan?
Lyfja leitar að liðsauka með afburða þjónstulund í glæsilega verslun Lyfju á Smáratorgi. Starfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina um val og notkun á vörum, s.s. snyrtivörum, bætiefnum og lausasölulyfjum. Í Lyfju Smáratorgi starfar einstaklega samhentur og skemmtilegur hópur sem brennur fyrir afbragðsþjónustu við viðskiptavini. Vinnutími er frá kl. 12-18 á virkum dögum og möguleiki á aukavinnu ef áhugi er fyrir hendi.
Helstu verkefni:
- Ráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini
- Áfyllingar í verslun
- Afhending lyfja gegn lyfseðli
- Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra
Hæfniskröfur:
- Afburða þjónustulund og áhugi á mannlegum samskiptum
- Þekking og/eða reynsla af því að starfa með snyrtivörur og bætiefni
- Jákvæðni og gott viðmót
- Reynsla af störfum í apóteki eða öðrum þjónustustörfum er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Nánari upplýsingar um starfið veita Ingibjörg Arnardóttir, lyfsali Lyfju á Smáratorgi í síma 564 5600 | ingibjorg@lyfja.is og Guðríður K. Zophoníasdóttir, yfirlyfjafræðingur Lyfju Smáratorgi í síma 564 5600 | didda@lyfja.is.
Allar umsóknir og fyrirspurnir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Auglýsing birt10. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)
Lyfja Höfuðborgarsvæðið - Afgreiðsluflakkari
Lyfja
Lyfja Lágmúla - Lyfjatæknir á vaktarúllu
Lyfja
Lyfja Hólagarði - Umsjón verslunar
Lyfja
Lyfja Setbergi - Sala og þjónusta
Lyfja
Lyfja Lágmúla - Hjúkrunarfræðingur
Lyfja
Lyfja Stykkishólmi - Sala og þjónusta, tímabundið starf
Lyfja
Lyfja Smáralind - Sala og þjónusta
Lyfja
Sambærileg störf (12)
Afgreiðsla
Bæjarbakarí
Lyfja Höfuðborgarsvæðið - Afgreiðsluflakkari
Lyfja
Skólaliði í Vatnsendaskóla
Vatnsendaskóli
Sölu- og þjónusturáðgjafi
VÍS
Sjúkraliðar óskast á bæklunarskurðdeild B5 Fossvogi
Landspítali
Sjúkraliði óskast á bráðaþjónustu kvennadeilda
Landspítali
Framtíðarstarf í umönnun - Ísafold
Hrafnista
Sölu- og lagerstarf á Akureyri
BM Vallá
Ræstingar / Cleaning
Skógasafn
SÖLUSTJÓRI FAGAÐILA
Byko
Vilt þú vaxa með okkur? Fjölbreytt störf í boði!
IKEA
Sölu- og þjónusturáðgjafar
Nova