
Lyfja
Lyfja er eitt elsta einkarekna apótek landsins en fyrirtækið hóf starfsemi sína með opnun Lyfju Lágmúla 1996. Í dag rekur Lyfja rúmlega 40 apótek og útibú um allt land.
Hjá Lyfju starfa í kringum 350 starfsmenn sem eiga það sameiginlegt að vera umhugað um þína vellíðan. Við erum með ólíkan bakrunn og menntun s.s. lyfjafræðingar, lyfjatæknar, förðunarfræðingar, snyrtifræðingar, hjúkrunarfræðingar og viðskiptafræðingar. Meðalaldur starfsfólk er 40 ár og meðalstarfsaldur er rúm 5 ár.
Fagmennska skiptir okkur öllu máli og því er öflugt fræðslustarf fyrir starfsmenn til að auka þekkingu og færni. Það skiptir okkur máli að starfsmenn Lyfju fái að þróast og vaxa hjá okkur.
Haustið 2015 fékk Lyfja jafnlaunavottun VR og í febrúar 2018 fékk Lyfja síðan jafnlaunavottun Velfarnaðarráðuneytisins og var á meðal 20 fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að öðlast þá vottun.

Lyfja Smáratorgi - Lyfjatæknir
Við leitum að Lyfjatækni í Lyfju Lágmúla.
Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum lyfjatækni með ríka þjónustulund. Starfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra.
Helstu verkefni:
-
Móttaka lyfseðla
-
Lyfjatiltekt
-
Samlestur lyfseðla og afgreiðsla lyfja
-
Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum og notkun þeirra
-
Afhending lyfja gegn lyfseðli
-
Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra
-
Frágangur lyfja
Hæfniskröfur:
-
Reynsla af störfum í apóteki er nauðsynleg
-
Lyfjatæknir með gilt starfsleyfi er kostur
-
Rík þjónustulund
-
Áhugi á mannlegum samskiptum
-
Jákvæðni og gott viðmót
-
Geta til að starfa undir álagi
-
Góð almenn tölvukunnátta
Opnunartími Lyfju Smáratorgi er 8-24 alla daga vikunnar og unnið er á vaktarúllum.
Allir umsækjendur þurfa að hafa ágæta íslensku- og enskukunnáttu og vera að minnsta kosti 20 ára.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Arnardóttir, lyfsali Lyfju á Smáratorgi í síma 564 5600 og netfangi ingibjorg@lyfja.is
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Auglýsing stofnuð14. nóvember 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Smáratorg 1, 201 Kópavogur
Tungumálakunnátta

Hæfni
Mannleg samskiptiSamvinnaSamviskusemi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (9)

Aðstoðarlyfjafræðingur - Hlutastarf með námi
Apótekarinn
SA Lyfjaskömmtun - framtíðarstarf
Lyf og heilsa
Apótekarinn - Flakkari
Apótekarinn
Apótekarinn Vestmannaeyjum - Framtíðarstarf
Apótekarinn
Þjónusta í apóteki - Kringlan
Lyf og heilsa
Þjónusta í apóteki - Apótekarinn Helluhrauni
Apótekarinn
Þjónusta í apóteki - Mjódd
Apótekarinn
Þjónusta í apóteki - Hamraborg
Apótekarinn
Viltu vera á skrá? Lyfjatæknir
Landspítali