Lyfja
Lyfja
Lyfja

Lyfja Skeifunni - Lyfsöluleyfishafi

Við leitum að metnaðarfullum og sjálfstæðum lyfjafræðingi til að leiða hópinn okkar í Lyfju Skeifunnni . Lyfsöluleyfishafi ber faglega ábyrgð á rekstri lyfjabúðarinnar, annast daglegan rekstur og umsýslu, sér til þess að unnið sé samkvæmt lögum og reglugerðum um lyfsöluleyfi og samkvæmt þeim rekstrarlegu markmiðum sem Lyfja setur.

Hæfniskröfur:
  • Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi
  • Að lágmarki tveggja ára starfsreynsla í apóteki
  • Stjórnunarhæfileikar og skilningur á rekstrarumhverfi verslunar
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áreiðanleiki, metnaður og skipulögð vinnubrögð

Opnunartími lyfjabúðarinnar er kl. 10-18 virka daga, kl. 10-17 á laugardögum.

Nánari upplýsingar veita Þórbergur Egilsson framkvæmdastjóri smásölu Lyfju | the@lyfja.is.

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Auglýsing stofnuð15. maí 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Skeifan 11, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar